Færsluflokkur: Bloggar

Perlur og eldvatn.

Eftir erfiða ferð er fólkið af ysta nesinu komið í kaupstaðinn. Það kom fótgangandi og fór beint í krambúðina þar sem ungi kaupmaðurinn er með kútinn og ber körlunum eldsterkt brennivín. Konum er vísað á glerperlur. Gamli kaupmaðurinn sætir rannsókn sýslumanns eftir kæru frá innsveitarfólki sem vildi meina að saltkjötið hafi úldnað á tunnunum vegna saltleysis og orðið ósöluhæft.
"Jæja" Segir Bjarni við Ögmund. "Þú ku hafa misst mikið fé í vor bæði úr vánka og skotu" Og réttir honum velfullt staup.
"Já" Segir Ögmundur, "þetta var nú allt undan hrútskratta sem ég fékk hjá Jóni Ásgeir, allt tví og þrílemt sem kom undan honum, þetta var froða, farið hefur fé betra" segir hann og skellir í sig snafsinum. "Aaaah ! Þetta er sterkt, er þetta eldvatn eða hvað?"
Bjarni hlær og fyllir aftur á glasið hjá Ögmundi. "Jón koddu og fáðu þér herssingu líka" . Bjarni fyllir á glas og réttir Jóni Bjarnasyni, horfir fast á hann og segir: "Já þótt það sé fjárfelli þá eigum við alltaf kvótann"
"Já", segir Jón svoldið skrækur eins og Krúsi á Gili "það verðu að gera eitthvað fyri bænduna".
"Já, við verðum að fara að huga að vegagerð inn á sveit og jafnvel alveg út á nes". Segir Bjarni.
"Nei það kemur ekki til mála" segir Jón svoldi æstur, "og fá allt fólkið að sunnan á vélrennireiðum í spássitúra, við getum alveg gengið eins og hingað til. Það verður bara til þess eins að hrepparnir verða sameinaðir". Þetta var eins og að nefna snöru í hengds manns húsi því Bjarni hafði á búnaðarskólaárunum skrifað í skólablaðið að samvinna ætti að vera á milli hreppanna og að fólk ætti ekki eingöngu að versla í innskrift hjá kaupmanninum.
"Ég vil hafa minn kaupmann" sagði Jón.
Atli rétt kemur inn um dyrnar og er á svipinn eins og hann hafi grátið alla þessa löngu og torfæru leið, hann hafði staðið að kæru Jóns Ásgeirs og félaga á hendur gamla kaupmanninum og sá nú eftir öllu saman. Kanske var hann svona á svipinn af því. Útgrátinn. Tautaði um að allt væri breytt. Það var engu líkara en að á hverri stundu mundi röddin bresta og gráturinn hefjast á ný. Bjarni klappaði honum herðarnar og leiddi hann að kútnum.
"Ólöf varstu búin að sýna Liljunum perlurnar sem við fengum í vor" ?
"Ert að tala um útlendu glerperlurnar eða íslensku beinatölurnar" ?
"Tölurnar auðvita" segir Bjarni.
Guðfríður Lilja er niðurlút. Hún er í alltof stóru strigapilsi, eldfornu sem Ögmundur hafði erft af ömmu sinni, sumir sögðu að pilsið væri Gersk gersemi, afturkast af konu Leníns aðrir sögðu að það hlyti að vera af tröllkonu þar austurfrá. Á nesinu var það haft að gamanmálum að pilsið væri svo stagbætt að það mætti eiginlega heita alíslenskt. Hún ýtir við beintölunum áhugalaus.
" Ætli hún hafi ekki meiri áhuga á að skoða efni í alminnlegan kjól helvískir!"
Hvur er þar mætt nema "helvítið" hún Sóley Tómasdóttir sem aldrei slildi verið hafa. Hún hafði þannig lagaðann kjaft að hún þurfti sífellt að vera að skútyrðast vegna karla og "klámhunda". Jafnan hafði hún betur við klámhundana í orðræðu þar eð þeir vóru fjarri. Hún lét vaða yfir þingið borgarstjórnina og atvinnulífið. Karlarnir mættu henni í þögn í mesta lagi lyftu annari augabrúninni. Strákalýður mátti átölulaust hrekja hana í orðum opinberlega, jafnvel svívirða.
"Er fisksoðningin ekki að verða tilbúinn Ólöf".
Jú soðningin var tilbúin og allir ganga til stofu kaupmanns, nema Sóley.

Fantasía í matvörubúðinni.

Fyrir tilviljun fór ég í matvörubúð með konunni, það átti að kaupa einhvern rétt sem mér leist ekkert á. Konan segir að vilji ég fá súrmat skuli ég bara fara í röðina við kjötborðið. Ég fer í röðina. Þessi röð var ekkert frábrugðin öðrum röðum, allir voru eins og hálvitar nema aftasti maður og fljótlega varð ég næst aftastur og svo hófst biðin. Fimmti maður fyrir framan mig lét þungann hvíla á vinstri fæti en hægri fótur vissi út eins og hann vildi segja að hann hefði eiginlega ekki meint þetta eða það væri kanski óþarfi að taka þessu svona, hann væri hættur við. Ég set hendina í jakkavasann og fer að strjúka bílperu í vasanum og var að hugsa um að skjóta líka hægri rist til hliðar öryggisskini en ég fer að skoða konu sem var þriðja á undan mér.

 Þetta var lágvaxin kona þybbin, í joggingbuxum og rauðum flísjakka með þunnt hár. Hún dregur bolinn reglulega niður á hægri lend en er ekki búin að sleppa takinu þegar bolurinn fer í nákvæmlega sömu stöðu og í fyrra skiptið, eftir smá stund er þetta endurtekið.

Þá dettur mér í hug hvað mundu ske ef ég gripi með vinstri hendi um vinstri upphandlegg hennar kippti henni úr röðinni og keyri hana með þeirri hægri ofaní frystiborðið og héldi henni þannig góða stund með andlitið á kafi.

Það mundi allt verða vitlaust. Hún mundi brjálast, öskra og taka strikið út, kona á áttræðisaldri mundi segja með brostinni röddu að ég væri fyrirlitlegur maður en halla sér fram til að eiga forskot fyrir flótta ef til kæmi. Sá fimmti í röðinni mundi skipta um fót og vera útskeyfur á vinstri. Aðstoðarverslunnarstjórinn mundi koma og byrja rólega að vísa mér út þegar kona á barneignaraldri mundi loksins sjá sitt tækifæri eftir áralanga kúun einginmanns síns og taka það út á mér. Þetta mundi enda á því að ég öskra: "Þetta er það sem þær vilja allar þó þær vilji ekki viðurkenna það ".

 

Daginn eftir á DV.is: " Maður á sextugs aldri ræðst á konu og og dýfir henni ofan í frysti " . Minna letur : "Segir að þetta vilji þær allar ". Sigríður Önnudóttir kommenterar " Ojjj ógislegur kall ". Sigurður Guðjónsson 45 ára segir að fólk skuli kynna sé málavöxtu áður en það dæmi. Garðar Guðmundsson 55 ára segir að samkvæmt fréttini hafi konan ekki borið neinn skaða af meðerðinni og að menn séu saklausir uns sekt sé sönnuð. Þetta gefur Jónasi Grétarssyni virkum í athugasemdum tilefni til að fullyrða að ekki sé útilokað að þetta sé einmitt það sem konan hafi viljað, hann rekur svo mörg dæmi um rannsóknir sem fram komi að konur gangi með duldar hvatir að vera dýft oní frystikistur, konur hagi sé oft undarlega í kringum stór rafmagnstæki, menn hafi ranglega verið dæmdir sekir sem hafi haft samræði við konur td. í þvottahúsum fjölbýlishúsa. Sigríður Jónsdóttir tekur undir þetta sjónarmið þó þetta eigi ekki við hana sjálfa. Sigurður Guðmundsson 34 ára skilur ekki hvað verið er að blanda þvottavélum saman við frystiborð matvöruverslanna það sé bara allt annar hlutur, þetta sárnar Jónasi og segir að þvottavélar æsi konur mun meira en frystiborð það gefi augaleið.

Andrés Hansson segir þetta sé nákvæmlega sem gera þurfi við Jóhönnu Sigurðardóttur og Guðsteinn bætir við að gleyma ekki Steingrími J. Aðrir vilja taka bankabófana. Að lokum er umræðan komin út í gengislánadómana, einn vildi láta flengja Davíð Oddsson á Lækjartorgi sem aðrir nefna Austurvöll sem rétta vettvanginn.

 

Þetta endar á því að mér er boðin góðann dag og ég spurður "hvað var það fyrir þig" ?


Ofurhæfi.

Á Íslandi starfar hæfasta fólk í heimi. Þar af er íslenska lögfræðingastéttin sú hæfasta. Þó dómarar í sakamálum séu aldavinir sakborninga kemur það ekki niður á hæfi þeirra til að dæma um sekt og þó einum og sérílagi sýknu þessara vina sinna. Í endurupptökumáli fyrir Hæstarétti Íslands í GG málum voru dómarirnir sem skipuðu réttinn ofurhæfir. Þó vinnufélagi þeirra til fjölda ára hefði áður dæmt málið í undirrétti þá hafði það engin áhrif á hæfi þeirra. Hann skrapp bara á klóstið á meðan. Svo er verið að gera grín að ræðum Forseta Íslands og þær þýddar á íslensku honum til háðungar þegar hann er að lýsa ofurhæfri þjóð sinni fyrir óhæfum útlendingum.

 

Einu sinni var lögfræðingur, ábyggilega geðveikur, hann fór í mál við þjóðbanka Íslands og tapaði málinu í Hæstarétti. Hann skaut máli sínu til Mannréttindadómstóls Evrópu sem hefur á amk. einum hæfum dómara að skipa (íslendingi). Hann byggði mál sitt á því að eiginmaður eins dómaranna skuldaði bankanum miklar upphæðir og hún því óhæf til að dæma málið gegn bankanum. Og viti menn: Mannréttindadómstóllinn sagði að þó hún hefði í sjálfu sér ekki beint verið óhæf heldur hefði hann haft réttmæta ástæðu til að efast um hlutleysi hennar. Sem sé, sá sem er fyrir dómi á rétt á víkja dómara hafi hann ástæðu til að efast um hlutleysi dómarans og sú ástæða þarf ekki að vera pottþétt. (kallað að ryðja dóminn fyrir 1262)  Þetta hefur valdið íslenskur ofurhæfis dómurum áköfum hlátri.

Síðast í gær staðfesti Hæstiréttur dóm Hervarar Þorvaldsdóttur um hæfi hennar sem dómara. Maður einn, sennilega geðveikur líka, vildi ekki að hún dæmdi í sínu máli af því að feður þeirra hefðu verið í einhverskonar haturssambandi. Hin Hæfa Hervör gerði auðvita ekkert með ruglið í kallinum, hana varðaði heldur ekkert með ruglið í Mannréttindadómstólnum um tilfinningu þeirra sem leita réttar síns. Málið valt á hvað henni fannst en ekki einhverjum geðveikum kalli og Hæstiréttur staðfesti það.

 

Síðasta dæmið um ofurhæfi er sakamál sem nú er rekið fyrir Hæstarétti. Sakborningur er einn af laukum Flokksins, frumburður sakborninga hrunsins. Prófessor í lagadeild Háskóla Íslands veitti verjanda sakbornings ráð og naut við það ágætrar leiðsagnar eins af dómurum málsins. Verjandinn launaði dómaranum ómakið með bíóferð.  Annar dómarinn í málinu er sérlegur "frændi" fyrrverandi formanns Flokksins og þáði stöðuna frá honum sem fulltrúi ólöglærðra í Hæstarétt. (Fulltrúi kvenna sat fyrir í réttinum.)

Þriðji dómari málsins er annálaður Flokksmaður en hefur þó skrifað fræðigreinar á sviði náttúruréttar. (vildaréttar kalla sumur það og er ein merkasta greinin innan lögfræðinnar)

Fjórði og fimmti dómari málsins eru óskrifað blað en skipta litlu, þau eru minnihlutin.

Ef íslenskir lögfræðingar væru ekki svona ofurhæfir þá væri illt í efni fyrir okkar litlu þjóð.


Landsdómsmál

Mig langar til að henda nokkrum orðum á Landómshauginn á meðan mig syfjar.

Smkvæmt 14. gr. sjórnarskrár "getur Alþingi kært ráðherra". Þetta þýðir að mínu viti að Alþingi er þarna í stöðu kæranda en ekki ákæranda Alþingi fer ekki með ákæruvald. Þetta er skilningur "feðranna" sem eru höfundar lýðveldis Íslands. Þróun sakamálaréttarfars síðan hefur styrkt þetta álit og styrkt það mjög.

Alþingi er að sjálfsögðu frjálst að álykta um að ályktun um að kæra ráðherra sé afturkölluð, Alþingi getur líka ályktað að Jörðin sé flöt. Það mundi þó ekki breyta heimsmynd þeirri sem viðtekin er. Ákærandanum er frjálst að taka eða taka ekki mark á ályktunum Alþingis bæði varðandi að Alþingi dragi kæruna til baka og eins hitt hvort Jðrðin sé flöt.

Bregðist nú saksóknari Alþingis við ályktun Alþingis um að hætta saksókn er hún þar með búin að viðurkenna að hún er pólitískur sækjandi og þar með ofsækjandi. Þau eiga því bæði að víkja sem Ríkissaksóknari og vararíkissaksónari.

Niðurstaða:
Túlkunaraðferðin er: a) hvað segir stjórnarskrá, b) sakamálaréttarfar, c) þróun sakamálaréttarfars, d) lög um ráðherraábyrgð, e) lög um meðferð opinberra mála.

Ekkert af þessum atriðum réði afstöðu flestra eða allra þingmanna við umræðu og atkvæðagreiðsluna um frávísunnartillöguna. Það sýnir glöggt að Alþingi getur aldrei verið ákærandi í nokkru máli, til þess skortir það hæfi og mun ávallt skorta það hæfi..


Svona á að fara að.

 

Fyrst er að narra hann inn í húsasund þar sé veik öldruð kona þá er að drepa hann og svo ræna líkið. Þetta er þrautreynd aðferð.

Svo þerar búið er að ræna og drepa nógu marga er að stofna löglega starfsemi td. banka tala nú ekki um fjárfestingabanka.


mbl.is Sparisjóður opnaður á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er ríkið?

Þessi skattrannsóknaför verkalýðshreyfingarinnar með Ríkisskattstjóra vakti enga sérstaka athygli nema ríkisfjölmiðlarnir sögðu frá henni.

Enga athygli vakti að verkalýðshreyfingin kom þarna fram sem einn af þáttum ríkisvaldsins. Það vakti engar spurningar hjá neinum. Verkalýðshreyfingin innheimtir meira fé af hverjum starfsmanni heldur en ríkissjóður enda voru tveir af þremur fyrirsvarsmönnum á blaðamannafundinum frá verkalýðshreyfingunni. Þó verkalýðshreyfingin sé svona stór hluti ríkisvaldsins þarf hún ekki að standa neinum reikniskap hvorki framkvæmdavaldi löggjafarvaldi eða kjósendum, hún er bara þarna, stjórnarskrárbundið ríkisvald, eins og klerkarnir í Íran.

Verkalýðshreyfingin hefur alla stjórnmálaflokkana í vasanum, hana varðar ekkert um kjör launþega eða almennings bara að skatturinn skili sér í kassann.

Stjórnlagaráð, fulltrúar hins pýnda almennings, ákvað í frumvarpi sínu að styrkja tök verkalýðshreyfingarinnar á þjóðlífinu.

Við hrunið misstu stjórnmálaflokkarnir ríkið úr höndum sér. Nú er verkalýðshreyfingin ríkið.


mbl.is Magn svartrar vinnu kemur á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um vændi.

Áhugahópur gegn vændi, Stóra systir, hefur notið mikillar athygli undanfarið. Viðbrögð karla hafa verið hérumbil á einn veg; afhjúpun og úbýing á kynferðislegum misþroska og fávitsku. Í morgunn skrifaði Guðmundur Andri mánudagsgrein sína í Fréttablaðið. Guðmundur Andri og Illugi Jökulsson ásamt verkalýðshreyfingunni eru í þeirri einstöku aðstöðu, sem er óþekkt nema í N-Kóreu, að sama hverju þeir halda fram eru þeir ávallt rómaðir og skrifum þeirra deilt. Þeir eru "góðir".

Nú, nú. Þarna líki Guðmundur vændi starf hjúkrunnarkvennan. Nokkuð er ég viss um að hjúkrunnarfólki bíður við þessu. En hann uppsker klapp frá konum sem körlum. Hann bætir um betur og líkir vændi við einskonar hraðkynlíf en fær einkunnina "góður".

Þáttur Brynjars Níelssonar er sambætilegur við það þegar sonur Cjásesskús meig yfir veisluborð og uppskar klapp viðstaddra, að öðru leiti er hann eins og verstu kálfarnir á á netinu. Þá er það Eva Norn, en einhvernvegin verður konan að láta bera á sér og karlpeningurinn lofar hana í von um eitthvað meira.

Af hverju vekur vændisandstaða upp svona breiða umræðu, varla er þetta svona þýðingarmikið eitt og sér? Nei auðvita ekki. Málið snýst um yfirráð kvenna yfir tilveru sinni og líkama geta hafnað að vera áhald til að hafa sjálfsfróun inní. Ef konur, léttvægustu mannverurnar, ráða sér sjálfar hvað verður þá um smámennið mig sem er svo lítill?


Verkalýðshreyfingin.

Verkalýðshreyfingin á Íslandi nýtur algerrar friðhelgi, hún sætir engri gagnrýnd. En þetta er ekki löghelguð friðhelgi.

Dæmi: Illugi Jökulsson hefur verið þjóðfélagsrýnir í fjóra áratugi og gagnrýnt allt á milli himins og jarðar en aldrei verkalýðshreyfinguna. Aðrir jafn miklir og minni spámenn fylgja þessu dæmi hans í hvívetna. Á meðan hrunvaldar mega búa við endalaust skítkast býr verkalýðshreyfingin við einróma þögn þó hún sé aðal hrunvaldurinn og versti umboðssvikarinn. Þó verkalýðshreyfingin léti ráðast inn á leikskóla til að skera hjörtu úr börnum til að hafa sem aðalrétt í veislu miðstjórnarfundar mundu ofurbloggararnir skrifa um vínið með matnum og fullyrða að þessi börn hefðu hvort eð er ekki átt neina framtíð fyrir sér. 

Þó verkalýðshreyfingin sé hérumbil eina aflið sem stendur á móti bættum kjörum almennings sætir hún engri gagnrýni fyrir það. Stjórnarskrárgjafinn hefur fært verkalýðshreyfingunni sérstakt skattlagningarvald, skattlagning verkalýðshreyfingarinnar er í krónum talið tvöföld á við almennan tekjuskatt sem ríkissjóður fær. Árni P. vogunnarsjóðsmálaráðherra færði verkalýðshreyfingunni, í gegn um þingið, sérstakt skattrannsóknarvald og fjármálaráðherra hefur fyrirskipað RSK að vinna með verkalýðshreyfingunni. Þessu valdi getur verkalýðshreyfingin beitt eða misbeitt að geðþótta sínum. Þótt verkalýðshreyfingin hafi svona sterkt ríkisvald þarf hún ekki að standa nokkrum aðila skil verka sinna hún er algerlaga frjáls eins og klerkarnir í Íran.

Það er þýðingalaust að tala um neinskonar viðreisn í landinu og láta eins og verkalýðshreyfingin sé ekki til, hún ræður yfir tvöfaldri landsframleiðslu í lausu fé, hún innheimtir tvöfalt það sem ríkissjóður innheimtir í tekjuskatt og eini tilgangur og verund verkalýðshreyfingarinnar er að auka við og verja þetta fé, hvað sem það kostar.


Stjórnlagaþingskosningar.

Það var um vorið sem ég varð tíu ára að frændi minn kom aftur heim eftir skólavist í Reykjavík þá orðin þrettán ára.

Hann trúði okkur bræðrunum fyrir því, utan dyra,  að í Ameríku væri maður sem ekki gæti fróað sér nema hafa kvenskó til hliðar. Þetta hafði hann lesið í bók.

Mér sundlaði við tíðindin og fékk hettu. Svo voru þeir farnir onað á Sæbóli og ég sat eftir hugsandi um kvenskó. Ég velti fyrir mér í mörg ár hvernig ætti að fara með þennan Ameríkumann: Ætti að banna honum þetta? Mundi nægja að fjarlægja alla kvenskó? En ef maðurinn ætti konu? Svona maður ætti auðvita ekki börn.

 

Svo liðu árin og ég þroskaðist þannig að ég sá þessa athöfn mannsins sem einkamál hans enda hafði maðurinn trúað sálfræðingi sínum fyrir þessi máli.

 

Því dettur mér þessi löngu geymda saga hug að það voru stjórnlagakosningar um daginn. Þegar ég geng inn í Ráðhús Reykjavíkur með tilbúin forkjörseðil sé ég að kosningin er ekki leynileg og ég með númer hins marghataða Skafta Harðarsonar neðst á seðlinum. Hvað ef ég yrði nú ber af því að kjósa Skafta Harðarson? Ég stæði nakinn með nafni eins og maðurinn með kvenskóna sem ég taldi réttast að banna, ég á börn og barnabörn.

Ég harka af mér fæ kjörseðil merki inn alla vinstrimennina og set í fússi númer Skafta neðst stend upp kíki hjá þrem kjósendum. Enginn þeirra kaus Skafta.

 

Mér hefur verið hugsað til þess hve margir létu hendur fallast þegar þeir komu inn í Ráðhús Reykjavíkur og fóru heim án þess að kjósa vegna þess sem almenn kallast afbrigðilegt val í opinni kosningu.

(Má ég bæta því við að ofannefndur sálfræðingur starfaði í umhverfi sem taldi samkynhneigð geðveiki).


Bylting í lagasetningu Alþingis.

Dagurinn í dag ætti að verða þjóðhátíðardagur íslendinga. Aldrei frá 1260 hefur Alþingi samþykkt mannréttindaákvæði sem á uppruna sinn í íslenskum heila og verið lagt fram af íslenskum stjórnarherra. Öll önnur mannréttindaákvæði íslenskra laga eru komin erlendis frá, keyrð í gegn undir hótunum. Dæmi er afnám Stóradóms, vistarbands, stjórnarskrá og endurskoðun hennar.

Það er aðdáunarvert hvernig tókst að leyna því að frumvarpið innihéldi mannréttindarákvæði, þó sáu glöggir menn hjá Alþýðusambandi Íslands í gegn um rykið og mæltu gegn samþykkt laganna í formlegu bréfi. Líka hefur verið haldið þannig á málum gagnvart almenningi að ekki hafa orðið uppþot og má sjá á athugasemdakerfum að almenningur heldur að um réttarskerðingu sé að ræða. 

Þetta sýnir svo ekki verður um villst að með sjónhverfingum og áfengi* má breyta miklu í íslensku samfélagi án þess að stjórnmálamenn og almenningur rísi upp gegn breytingunum.

 

 

*Sjá fyrri skrif um EES samninginn. Jón Baldvin hélt áfengi að Davíð Oddssyni þangað til samningurinn varð að lögum. Jón hefur staðfest opinberlega að um plat hafi verið að ræða.


mbl.is Fyrningarfrestur styttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Kristján Sigurður Kristjánsson

Höfundur

Kristján Sigurður Kristjánsson
Kristján Sigurður Kristjánsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband