Stjórnlagaþingskosningar.

Það var um vorið sem ég varð tíu ára að frændi minn kom aftur heim eftir skólavist í Reykjavík þá orðin þrettán ára.

Hann trúði okkur bræðrunum fyrir því, utan dyra,  að í Ameríku væri maður sem ekki gæti fróað sér nema hafa kvenskó til hliðar. Þetta hafði hann lesið í bók.

Mér sundlaði við tíðindin og fékk hettu. Svo voru þeir farnir onað á Sæbóli og ég sat eftir hugsandi um kvenskó. Ég velti fyrir mér í mörg ár hvernig ætti að fara með þennan Ameríkumann: Ætti að banna honum þetta? Mundi nægja að fjarlægja alla kvenskó? En ef maðurinn ætti konu? Svona maður ætti auðvita ekki börn.

 

Svo liðu árin og ég þroskaðist þannig að ég sá þessa athöfn mannsins sem einkamál hans enda hafði maðurinn trúað sálfræðingi sínum fyrir þessi máli.

 

Því dettur mér þessi löngu geymda saga hug að það voru stjórnlagakosningar um daginn. Þegar ég geng inn í Ráðhús Reykjavíkur með tilbúin forkjörseðil sé ég að kosningin er ekki leynileg og ég með númer hins marghataða Skafta Harðarsonar neðst á seðlinum. Hvað ef ég yrði nú ber af því að kjósa Skafta Harðarson? Ég stæði nakinn með nafni eins og maðurinn með kvenskóna sem ég taldi réttast að banna, ég á börn og barnabörn.

Ég harka af mér fæ kjörseðil merki inn alla vinstrimennina og set í fússi númer Skafta neðst stend upp kíki hjá þrem kjósendum. Enginn þeirra kaus Skafta.

 

Mér hefur verið hugsað til þess hve margir létu hendur fallast þegar þeir komu inn í Ráðhús Reykjavíkur og fóru heim án þess að kjósa vegna þess sem almenn kallast afbrigðilegt val í opinni kosningu.

(Má ég bæta því við að ofannefndur sálfræðingur starfaði í umhverfi sem taldi samkynhneigð geðveiki).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Sigurður Kristjánsson

Höfundur

Kristján Sigurður Kristjánsson
Kristján Sigurður Kristjánsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband