Bankaleynd

Nú hefur Kaupþing banki yfirtekið SPRON og þar með allar upplýsingar sem SPRON geymdi. Engin viðskiptavinur SPRON var spurður hvort hann vildi að sínar bankaupplýsingar kæmust í hendur Kaupþings. Að minnsta kost kærði ég mig ekki um það.

En ég er bara skrælingi eins og þið hin og sennilega miklu meiri skrælingi en þið. Og þó, ég er Þýzkur í nýunda lið.

Skildi FME leyfa þetta? Eða Persónuvernd?


mbl.is Flutningi SPRON til Kaupþings lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þetta er áhugaverð pæling, Kristján, og tek ég heilshugar undir hana.  Ég býst þó við að hægt sé að vísa í þau ákvæði laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, þar sem talað er um að vernda brýna hagsmuni hins skráða (8. gr. liður 4). Síðan má ekki gleyma því að neyðarlögin gáfu FME víðtæk völd.

Marinó G. Njálsson, 23.3.2009 kl. 11:17

2 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Dæmi: Minn elskaði sonur keypti íbúð á 100% láni hjá Kaupþingi, hann var orðin hundleiður á að vera með kærustuna inn á foreldrum og tengdaforeldrum. Þau skulda núna langt umfram eign og eiga ekki fóður undir fat. Hann er með launareikning sinn hjá Kaupþingi. Kaupþing hreinsar allt út af reikningnum 5 mín. eftir útborgun upp í lánið samk. "samkomulagi". Hann var orðinn þreyttur á að éta hjá pabba þannig hann vildi opna reikning í SPRON fyrir tóbaki (vöfðum sígarettum). SPRON setti það skilyrði fyrir opnun reikningsins að Kaupþingi yrði tilkynnt um opnum reikningsins annars yrði engin reikningur opnaður. Þó að SPRON hefði verið svo vinsamlegt að opna reikning hefði það komið að litlu gagni núna Kaupþing hefði eftir sem áður getað hreinsað SPRON reikninginn. Kosturinn er að ég fæ drenginn, sem er viðræðugóður,  í mat að minnsta kosti á meðan ég á fyrir mat.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 23.3.2009 kl. 11:50

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Afar áhugaverð vangavelta Kristján, ég var einmitt að velta því sama fyrir mér í morgun sem einn af fyrrum viðskiptavinum SPRON.

FME hefur ekki aðgang að skjölum gömlu bankanna þrátt fyrir ríka ástæðu og rannsókn, en allir viðskiptavinir SPRON hafa síðan engin réttindi. Hið merkilegasta mál.

Baldvin Jónsson, 23.3.2009 kl. 11:59

4 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Það má spyrja hvað yfirlýsing ríkisstjórnarinnar þýði að "allar innistæður séu tryggðar".

Spurningin í þessu tilviki: Hverjum eru þær tryggðar?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 23.3.2009 kl. 12:38

5 Smámynd: dvergur

Þó ég hefi haft litil viðskipti í netbankanum (Núna KB) Þá er ég ekki sáttur og reikna með að fara annað með þau litlu viðskipti (ef það tekur sig þá v/óstöðugleika bankakerfinu)

Ég fór frá búnaðarbankanum á sínum tíma eftir að hafa haft þar viðskipti alla mína ævi. Ég gekk í gegnum smá tímabil þar sem að fjarmálin voru mér ögn erfið, þar var mér hálfpartinn vísað úr viðskiptum. Sú framkoma sem ég fékk þar varð til þess að ég snéri mér annað.

Núna er ég greinilega kominn aftur í viðskipti til þeirra aftur "GEGN" mínum vilja.

dvergur, 23.3.2009 kl. 12:42

6 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

langar til að benda ykkur á sparisjóð S-Þingeyjarsýslu,, eini bankinn sem flýtur og jafnvel ólekur. 

Halla Signý Kristjánsdóttir, 24.3.2009 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Sigurður Kristjánsson

Höfundur

Kristján Sigurður Kristjánsson
Kristján Sigurður Kristjánsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband