9.11.2008 | 18:28
Jhaahá
Þetta er maðurinn sem formaður samfylkingarinnar mærði á milli spítalainnlagna.
FME: Upplýsti ekki ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Kristján Sigurður Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Augnablik,
Í viðtalinu sagði Jónas Fr. að öllum hefði mátt vera ljóst hver staðan væri.
Var þér það?
Ekki mér...
Mér finnst þetta vera dæmi um frétt þar sem niðurstaðan er búin til.
Spurt um viðskiptaráðherra
Svarað um alla....
og fyrirsögnin er sú að ráðherra hefði mátt vera þetta ljóst.....
Halldór (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 18:39
Það tilkynnist háttvirtum Halldóri að ég var ekki ráðherra hvað þá viðskiptaráðherra. Ráðherra getur ekki borið fyrir sig að hann hafi verið út á túni, ég get það og kanske Halldór líka.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 9.11.2008 kl. 18:42
Enn hefur ekkert komið fram sem bendir til að Björgvin hafi vanrækt starf sitt. Hinsvegar virðist fullljóst að forstjóri Fjármálaeftirlitsins hefur klúðrað sínu verkefni fullkomlega.
Ari (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 19:33
"Enn hefur ekkert komið fram sem bendir til að Björgvin hafi vanrækt starf sitt".
Það er nefnilega það. Þjóðin er gjalþrota og ráðherran er ekki ábyrgur!!!!??Landsdómur hefur aldrei verið kallaður saman oft var þörf en nú er nauðsyn til að rétta yfir ráðherranum. Ríkisstjórnin er algerlega ráðalaus og annar foringi hennar á spítala, hvað á það að þýða að segja ekki af sér ef hún getur ekki rækt starf sitt. Ég veit að hún verður að fá bata en tugir ef ekki hundruð eiga eftir að falla í valinn fyrir "ástandinu" og eina sem ríkisstjórn og alþingi gerir er að passa seðlabankastjórann það er eina sem samkomulag er um, til fjandans með almenning og lifibrauð hans. Er þetta ásættanlegt?
Kristján Sigurður Kristjánsson, 9.11.2008 kl. 20:10
Heiðraði Kristján,
Athugasemd mín beindist ekki að því hvort eða hvað Björgvin hefði átt eða mátt vita.
(Mín skoðun er sú að hafi staða reikninganna í vor verið jafn slæm og Sigurður Einarsson segir þá hefði Björgvin átt að vita það þá. Og það hefði verið hlutverk Jónasar að sjá til þess að hann vissi það, - en þetta kemur athugasemd minni ekki við).
Athugasemd mín beindist að fréttaflutningi RÚV (og MBL). Þeir spurðu Jónas hvort ráðherra hefði ekki mátt vita þetta. Hann svarar að þetta hefði "mátt vera öllum ljóst", - staðhæfing sem augljóslega er röng.
RÚV ályktar sem svo að þarmeð hafi Björgvin líka mátt vita þetta því hann sé hlutmengi í allir. Og síðan er "Björgvin mátti vita" kynning fréttarinnar á RÚV og fyrirsögn hjá MBL.
Mér fannst þetta dæmi um slappan fréttaflutning. Mér finnst ég sjá of mikið af svona slöppum vinnubrögðum hjá fjölmiðlum. (Ég ítreka að það þýðir ekki að ég haldi eitthvað sérstaklega með viðskiptarráðherra eða FME)
Nú er Jónas búinn að gefa út fréttatilkynningu og MBL búið að breyta fyrirsögninni úr Ráðherra mátti vita í "FME upplýsti ekki ráðherra", svo það er að vissu leyti búið að stela glæpnum frá mér....
Ég vil þakka þér fyrir að kalla mig 'háttvirtan' - það er sjaldan sem ég er ávarpaður svo þýðlega. Gott að vita að þessari bloggsíðu sé stjórnað af kurteisum manni.
H.
halldór (háttvirtur?) (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.