9.11.2007 | 14:14
Skrælingjar..............
Í gær ætlaði ég að kaupa skrúfur hjá Sindra í Hafnafirði. Ég var ekki 100% viss hvar búðin væri, ég ek þangað sem ég hélt að búðin væri og viti menn þarna stendur þrístrent skilti merkt "Sindri".Ég sit í bílnum meðan einhver bullari hjá útvarpi Sögu klárar langa setningu og vind mér út; og viti menn Sindri farinn og engin búð!!!!!!!!!! engin tilvísun hvar Sindra væri að leita. Þetta er aðeins hægt að bjóða Skrælingum. Ég sendi póst á sjö fyrirtæki með sömu fyrirspurnina, eitt svaraði.
Krónan og bónus eru sögð hafa verðsamráð. Þetta er aðeins hægt að bjóða Skrælingum. Ekki nóg með það: Eigendurnir eru svo miklir skrælingjar að þeir gætu haft verðið miklu hærra. Kunningi minn var að fara með móður sína í flug til Keflavíkur, það var orðið dimmt. Á undan honum ók bíll úr félagsskapnum SÁU (samtök áhugamanna um umferðartafir). Hann lýtur til hliðar og sér á vinstri hönd er tvöföld akbraut svo að hann fer framúr SÁU félaganum, skyndilega kemur bíll beint á móti, árekstri var ekki forðað, en honum tekst að forða banaslysi með því að aka útaf. Skoðun Vegagerðarinnar er: Af hverju getur fólk ekki haldið sig heima, þeim er nær sem eru alltaf að flækjast þetta.
Annað dæmi um skrælingjahátt eru dómar vegna brota á 217 og 218 gr. hgl. Þegar einn skrælingi lemur annan er langoftast sýknað. Ef að þið sjáið fjörtíu til fimmtíu ára gamla bíla í Kópavogi er ástæðan sú að fólkið var þar á ferðinni á sjötta áratuginum og hefur ekki ratað út úr bænum enn , merkingar eru bannaðar.
Ásæða þessa skrælingjaháttar er sú að þjóðin missti sjálfstæði sitt í hendurnar á Sjálfstæðis og Framsóknarflokknum 1262. Síðan liðu 730 ár að mynduð var ríkisstjórn. Forsetsráðherrann var bæði óreyndur og drykkfeldur, utanríkisráðherrann sá sér leik á borði og hélt mjög að honum víni og gerði EES samninginn við Evrópubandalagið. Tíu árum seinna raknaði forsetsráðherrann úr rotinu og sá hvað gerst hafði, þjóðfélagið var að losna úr skrælingjahættinum slíkt mátti ekki gerast. Utanflokks"götustrákar" óðu uppi, skömmtunarkerfið var í uppnámi. Örvæntingin var slík að lögreglu, skattrannsóknarstjóra, samkeppniseftirliti og fjármálaeftirliti var beitt af forsetisráðherranum, en allt kom fyrir ekki.
Um bloggið
Kristján Sigurður Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég greinilega snemma á ferð, svo ég kasta mér bara útí Betesdalaugina!
Ég er að velta fyrir hvort SÁU séu svo upptekin af pólitískum rétttrúnaði að þau hafi neyðst til að breyta nafni félgsins? Eða kannski rámar mig í yfirlýsingu fyrverandi foramanns að jafnréttislögin hafi verið barn síns tíma og engin tími hafi gefist til þess að sinna öldruðum í félagsstarfi sem þessu. Nei, ég bara man það ekki.. svei mér þá.
Kristján Þór (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.