Jón afhrak

  Á þjóðfélagströppunum í neðstu tröppu stendur Jón snikkari fjörtíu og sjö ára og horfir yfir torgið. Ístrumyndun er á byrjunarstigi. Af tröppunni má sjá þá sem vappa um torgið, þekktir barnaníðingar eru þar í meirihluta.Jón er fráskilin tveggja barna faðir eignalaus gjaldþrota atvinnulaus bótalaus hrakinn og smáður en með kosningarétt og í þeim flokki kjósenda sem flokkast sem “óstöðugt fylgi”.Jón hafði ekki séð fjórtán ára dóttur sína í sex mánuði, þá var hún stífmáluð í gallabuxum sem eins hefðuð geta verið málaðar á hana  hún var einnig í grunsamlega dýrum skóm. Móðir hennar hafði hringt í Jón og kvartað yfir að hún hefði ekki mætt í skólann lengi og lét fylgja í hæðnistón að hún hefði alltaf næga peninga og vissi ekki “úr hverjum hún hefði það”.Jón kynntist þessari konu tuttuguogþriggja ára að aldri þau hófu fljótlega búskap keyptu sér íbúð og síðar einbýlishús í Kópavogi. Jón er duglegur maður og þénaði mikið þessi ár við smíðar, þénustan var slík að hann frestaði að klára smíðanámið.En á tíunda áratuginum varð samdráttur. Ísskápurinn hjá litlu fjölskyldunni var tómlegur, aðallega var þar að finna sultu sósur og sardínur.Samdrátturinn kom fleirum í opna skjöldu, skattrannsóknarstjóra þótti tekjuleysi Jóns mjög frá líkindum og kallaði hann fyrir. Því miður var Jón ekki eins lipur í kjaftinum og hann var laginn í höndunum Málinu við skattayfirvöld lauk með sjö miljón króna áætlun. En Jón var ekki af baki dottinn. Hann arkaði með þumlungsþykka skýrsluna til endurskoðanda síns. Endurskoðandinn fletti bókinni og sagði svo: “Ég skal fara í þetta ef þú gerir upp skuldina við mig og borgar hundraðogfimmtíuþúsund inn á þetta”.Því miður gat Jón ekki einusinni gert upp skuldina og lét málið drabbast. Húsið var boðið upp og ungu hjónin stóðu á götunni með tvö börn. Skatturinn fékk eina miljón restin fór til annarra veðhafa. Tollstjóri fór fram á gjaldþrotaskipti á búi Jóns.Ekki var Jón af baki dottin hann fékk sér vinnu og íbúð til leigu. En það voru líka fleiri sem sátu enn á baki, Tollstjóri komst að því að Jón var farinn að vinna og gerði kröfu um að af launum skildi halda eftir þannig að Jón fékk lítið sem ekkert útborgað.Jón fór að vinna svart, konan sem var æ oftar klædd joggingbuxunum var orðin mjög óróleg út af stöðugum blankheitum og lét textann ganga á Jóni.Þar kom að Jón og konan skildu. Jón hefur átt marga ferðina á skrifstofu Tollstjóra skrifstofu atvinnuleysis skrifstofu félagsmála og skrifstofu lögmanna, allar hafa þessar skrifstofuferðir lokið með sama árangri, á tímabili hlustaði hann á útvarp Sögu eins og í von um að hjálpin kæmi þaðan.Gamall kunningi Jóns hringdi í hann á og bauð honum vinnu, hann var orðinn byggingaverktaki með fimmtíu manns í vinnu. Þar vann Jón í tvo mánuði. Eftir fyrsta mánuðinn fékk Jón útborgað fjögurhundruðogfimmtíuþúsund, hann var fljótur að eyða því en hvað gerði það til það var komið að næstu útborgun. Útborgun sú reyndist vera fjöguþúsundogfimmhundruð, hann áttaði sig ekki fyllilega á þessu, fjögurþúsundogfimmhundruð. Þegar hann fór að skoða launaseðilinn betur kom í ljós að þénustan var að vísu fjögurhundruðogsjötíuþúsund og mismunurinn hafði farið í gamla skatta. Jón ákvað að hella sér yfir launafulltrúan eins og að hún ætti sökina. Hann hringir á skrifstofuna og biður um samband við hana, “augnablik” er sagt hinumegin á línunni. Á meðan Jón beið kemur rödd í símann sem segir: “því miður er innistæða þín búin” og svo kom sónn og síðan búið.Jón hætti að vinna hjá kunningja sínum þetta var í vor og kosningaslagurinn á fullu. Jón frétti að Össur Skarphéðinsson hygðist leggja fram frumvarp um niðurfellingu gamalla skulda og hefði beðið Guð að hjálpa bönkunum ef hann kæmist til valda, en bankarnir vori löngu hættir að elta Jón. Eins og áður sagði var Jón kjósandi í flokki hreyfanlegs fylgis hann ákvað að kjósa Össur, en með því að kjósa Össur var hann líka að kjósa Jóhönnu hún hafði stranglega lýst yfir að ekki kæmi til greina að fella niður skuldir þeirra sem hefðu safnað þeim með atvinnurekstri. Því miður áttaði Jón sig ekki að þessu. Þannig virtist Jón standa utan við seilingu allra sem telja sig berjast fyrir einhverskonar réttindum, hann stóð fyrir utan mannréttindayfirlýsingu SÞ sem segir að allir eigi rétt til lífs eigna og frelsis. En enginn sóttist svo sem eftir fötunum hans eða lífi og engin bannaði honum för. Hann varð að sjá um sig sjálfur.

   Við útför Jóns voru mittisjakkar áberandi hjá körlum sumir höfðu gnúið feiti í hárið. Öldruð móðir hans sagðist ekki skilja í þessu. Konan fyrrverandi var í svörtum buxum og hvítri skyrtu, dóttirin var ekki áberandi máluð og starði fram, hún var ekki í dýru skónum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Þetta er sorgleg saga og nokkuð vel sögð. Hann hefur semsagt ekki átt kost á að kaupa hjá Geysirgreenenergyinvest!?

Því miður er þetta raunveruleiki alltof margra. 

Rúna systir (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 12:43

2 identicon

Vonandi hefur skiptastjórinn fengið sitt!

Halla Signý (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Sigurður Kristjánsson

Höfundur

Kristján Sigurður Kristjánsson
Kristján Sigurður Kristjánsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 44712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband