1.1.2014 | 20:21
Jeg og útlenda konan.
Hægrimenn sáu á könnunum að ég var að fá meira fylgi en Skuldfærsluflokkurinn og töluðu um klofningsframboð. Reyndar vóru það aðstoðarmenn mínir sem sáu um alla innskráningu og aðra snúninga fyrir mig.
Þegar ég varð þess var ákvað ég að fara norður á Akureyri á flokksrútunni með félaganna. Ég varð að fara í gegn um Skallaborg landspildu nálægt landnámi Skallagríms. Þar var ölstofa, ég var vegmóður og settist þar niður við útiborð. Þetta var um hádegisbil. Kona nokkur luraleg kom og fór að taka af borðum og þurrka af, ég sá að hún var með mjóan gullhring á vinstri baugfingri og tvo eða þrjá á þeim hægri.
"Færðu mér einn kaldann" . En aðstoðarmenn mínir skruppu frá til að hengja upp auglýsingar með bílstjóranum.
Hverju sætir að þú, sem ert stjórnmálamaður, biður mig um að drekka, útlenda konu?"
(En stjórnmálamenn hafa ekki samneyti við útlendinga því þeir hafa ekki atkvæðisrétt)
Ég svaraði henni: Ef þú þekktir gjöf flokks míns og vissir hver sá er sem segir við þig: "Færðu mér einn kaldann", þá mundir þú biðja hann og hann gæfi þér upp skuldir þínar."
Hún segir við mig: Herra, þú hefur enga kollu að drekka úr og bjórinn kostar. Hvernig ætlar þú að fella niður skuldir útlendinga? Ertu meiri en Skallagrímur landnámsmaður okkar sem gaf okkur landið og bjó hér sjálfur og synir hans og fénaður?"
Ég svaraði: Hvern sem drekkur þitt öl mun aftur þyrsta en hver sem fær skuldaniðurfellingu mun aldrei þurfa að vinna að eilífu. Því skuldin, sem ég gef honum eftir, verður að sjóði og hann mun lifa af vöxtunum.."
Þá segir konan við mig: Heyrðu, gef mér þessa skuldaeftirgjöf svo ég þurfi ekki að fara hingað að vinna."
Ég segir við hana: Farðu, kallaðu á manninn þinn og komdu síðan hingað."
Konan svaraði: Ég á engan mann."
Jeg segi við hana: Rétt er það að þú eigir engan mann því þú hefur átt amk þrjá menn. Þetta sagðir þú satt".
Konan segir við mig: "Ert þú spámaður eða hvað, við fluttum hingað fyrir tuttugu árum og steyptum okkur í skuldir og nú er sagt að upp sé komin flokkur í Reykjavík sem ætlar að gefa okkur eftir skuldirnar ef við sækjum um það fyrir sunnan en ekki hér á pósthúsinu."
Jeg segi við hana: Trú þú mér, kona. Sú stund kemur að þið munuð hvorki sækja um skuldaniðurfellingu á pósthúsinu hér eða fyrir sunnan. Þið biðjið um það sem þið þekkið ekki. Við biðjum það sem við þekkjum því hjálpræðið kemur að sunnan. En sú stund kemur, já, hún er nú komin, er hinir sönnu kjósendur munu fá skuldaniðurfellingu. Flokkurinn leitar slíkra skuldara. Flokkurinn er sannur og þeir sem kjósa hann munu fá skuldaniðurfellingu"
Konan segir við mig: Ég veit að Foringinn kemur - það er Kristján. Þegar hann kemur mun hann kunngjöra okkur allt."
Ég segir við hana: Ég er hann, ég sem við þig tala."
Í sama bili komu aðstoðarmenn mínir og bílstjórinn og furðuðu sig á því að ég var að tala við konu. Þó sagði enginn: Hvað viltu?" eða: Hvað ertu að tala við hana?"
Nú skildi konan eftir borðtusku sína, fór inn um staðinn og sagði við menn: Komið og sjáið mann er sagði mér allt sem ég hef gert. Skyldi hann vera Kristján?"
Og eftir nokkra stund vóru allir útlendingarnir á staðnum komnir fyrir framan ölstofuna.
Bílstjórinn spurði mig "Ætlar þú ekki að fá þér að éta maður"?
Jeg svara: "Ég hef mat að eta sem þið vitið ekki um."
Þá sögðu aðstoðarmennirnir sín á milli: Skyldi einhver hafa fært honum að éta?"
Jeg var orðinn nokkuð ör út af öllu fólkinu sem komið var á staðinn og segi við þá: "Minn matur er að fella skuldir fólksins niður. Segið þið ekki: Enn eru fjórir mánuðir, þá koma kosningar? Ég segi ykkur (og beindi máli mínu til fólksins): "Lítið upp og sjáið þrotabú bankana, uppgjörin eru tilbúin og fullþroskuð. Sá sem tekur gróða bankana tekur þegar laun. Hér sannast orðtakið: Einn fær lánað og annar upp borgar. Ég sendi ykkur að skera upp það sem þið hafið ekki unnið við. Aðrir hafa erfiðað en þið njótið erfiðis þeirra."
Margir bæjarbúar úr þessum stað vildu kjósa mig vegna orða konunnar sem vitnaði um það að ég hefði sagt henni allt sem hún hafði gert. Þegar því útlendingarnir komu til mín báðu þeir mig að staldra við hjá sér. Var ég þar um kyrrt tvo daga.
Eftir þessa tvo daga fór jeg þaðan til Akureyrar. En jeg hef sjálfur alltaf sagt að spámaður væri ekki metinn í föðurlandi sínu. Þegar ég kom nú til Akureyrar tóku Akureyringar mér vel.
Um bloggið
Kristján Sigurður Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 44995
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.