Verkalýðshreyfingin.

Verkalýðshreyfingin á Íslandi nýtur algerrar friðhelgi, hún sætir engri gagnrýnd. En þetta er ekki löghelguð friðhelgi.

Dæmi: Illugi Jökulsson hefur verið þjóðfélagsrýnir í fjóra áratugi og gagnrýnt allt á milli himins og jarðar en aldrei verkalýðshreyfinguna. Aðrir jafn miklir og minni spámenn fylgja þessu dæmi hans í hvívetna. Á meðan hrunvaldar mega búa við endalaust skítkast býr verkalýðshreyfingin við einróma þögn þó hún sé aðal hrunvaldurinn og versti umboðssvikarinn. Þó verkalýðshreyfingin léti ráðast inn á leikskóla til að skera hjörtu úr börnum til að hafa sem aðalrétt í veislu miðstjórnarfundar mundu ofurbloggararnir skrifa um vínið með matnum og fullyrða að þessi börn hefðu hvort eð er ekki átt neina framtíð fyrir sér. 

Þó verkalýðshreyfingin sé hérumbil eina aflið sem stendur á móti bættum kjörum almennings sætir hún engri gagnrýni fyrir það. Stjórnarskrárgjafinn hefur fært verkalýðshreyfingunni sérstakt skattlagningarvald, skattlagning verkalýðshreyfingarinnar er í krónum talið tvöföld á við almennan tekjuskatt sem ríkissjóður fær. Árni P. vogunnarsjóðsmálaráðherra færði verkalýðshreyfingunni, í gegn um þingið, sérstakt skattrannsóknarvald og fjármálaráðherra hefur fyrirskipað RSK að vinna með verkalýðshreyfingunni. Þessu valdi getur verkalýðshreyfingin beitt eða misbeitt að geðþótta sínum. Þótt verkalýðshreyfingin hafi svona sterkt ríkisvald þarf hún ekki að standa nokkrum aðila skil verka sinna hún er algerlaga frjáls eins og klerkarnir í Íran.

Það er þýðingalaust að tala um neinskonar viðreisn í landinu og láta eins og verkalýðshreyfingin sé ekki til, hún ræður yfir tvöfaldri landsframleiðslu í lausu fé, hún innheimtir tvöfalt það sem ríkissjóður innheimtir í tekjuskatt og eini tilgangur og verund verkalýðshreyfingarinnar er að auka við og verja þetta fé, hvað sem það kostar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Sigurður Kristjánsson

Höfundur

Kristján Sigurður Kristjánsson
Kristján Sigurður Kristjánsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband