23.8.2010 | 14:36
Kynferðisleg þráhyggja.
Nokkur félög hér á landi eru stofnuð utan un kynferðislega þráhyggju. Má þar nefna Kaþólsku kirkjuna, kristna sértrúarfantasöfnuði og Félag múslima á Íslandi. Önnur félög eru að meirihluta undirokuð af kynferðislegri þráhyggju eins og Þjóðkirkjan og Samtökin 78.
Að vera haldinn kynferðislegri þráhyggju er ma.:
- að skrifa eins og Jón Valur.
- að halda að fífl finnist ekki innan raða samkynhneigðra.
- að vera á móti kirkjuhjúskap samkynhneigðra.
- að vera samkynhneigður og heimta aðskilnað við aðrar kynhneigðir.
- að afneita kynferðislegu ofbeldi þó það blasi við.
- að vera á móti femínisma vegna heimsku.
- að kreista kynferðisleg hindurvitni fram úr Biblíunni, sérstaklega skrifum Páls postula (á við um alla hópa).
- að ganga fram í þeirri staðföstu trú að náunginn sé haldinn eða eigi að vera haldinn sama kynferðislega misþroskanum og viðkomandi.
Áður birtist þessi hugsun í löggjöf sem Stóridómur byggði á. Sjálfstæðir og Framsóknarflokkurinn héldu svo fast í þessa löggjöf að danska Kansélíið greip inní.
Fleiri segja sig úr þjóðkirkjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Kristján Sigurður Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við þessu er ekkert nema grasaseyði,og seyði af vallhumal.Dugi það ekki þá er það hrafnsgall.
hh (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 18:56
Hvað er kynferðisleg þráhyggja?
Kynferði er hugtak sem á ensku heitir gender og fjallar um kyn einstaklinga. Kynferði er býsna hlutlaust orð þannig að kynferðisleg þráhyggja gæti helst falið í sér að viðkomandi einstaklingur (eða samtök í þessu tilfelli) séu sífellt að velta fyrir sér kynjum eða mögulega mun milli kynja. Slíkt heitir reyndar kynjafræði og er fræðigrein sem til dæmis er kennd við Háskóla Íslands.
Félagsfólk og stjórnarfólk Samtakanna 78 veltir lítið fyrir sér kynjafræðum nema þá helst í samhengi við hinsegin fræði og hvaða lærdóm má mögulega draga af baráttu fyrir jafnrétti kynjanna og af starfsemi femínista eða kvenréttindasinna (sem yfirleitt eru einnig jafnréttissinnar). Á sama hátt veltir Samtakafólk fyrir sér annarri réttindabaráttu víða um heim og hvaða lærdóm má draga af henni. Mannréttindi eru s.s. Samtakafólki ofarlega í huga.
Það er hluti af mannréttindum að einstaklingar þurfa ekki að vera allir eins. Þannig er samkynhneigt fólk upp til hópa ánægt með samkynhneigða, gagnkynhneigða, tvíkynhneigða og transgender einstaklinga. Meira að segja þótt til sé leiðinlegt fólk í öllum þessum hópum, eða jafnvel fífl (það er þó alltaf afstætt hver telst fífl og hver ekki).
Samtökin stefna ekki að aðskilnaði milli hópa heldur samstarfi og sátt. Slíkt má sjá á Hinsegin dögum þar sem tugþúsundir einstaklinga koma saman og fagna því að við erum öll ólík á einhvern hátt en þó þegar að er gáð alveg merkilega lík. Sum okkar eru fífl og fábjánar á meðan önnur eru fullkomin og frábær :)
Ég reikna með því að höfundur þessa bloggs sé í síðasttalda hópnum og því fullkominn og frábær. Ég skal staðsetja mig í hópi fífla og fábjána til að þóknast höfundi. Þar með er ljóst að fífl finnast einnig meðal samkynhneigðra :)
Kveðja, Matthías Matthíasson
fyrrverandi formaður Samtakanna 78
Matthías Matthíasson (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 21:14
Þakka þér fyrir Mattías.
Eftir lesturinn blasir við einn punktur enn: Sá sem ekki lifir sínu kynlífi eins og ég fer rakleiðis til helvítis.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 26.8.2010 kl. 21:34
Já það getur verið Kristján Sigurður að einhverjir fari til helvítis af einhverjum ástæðum. Ég trúi hinsvegar ekki á helvíti og er að auki búddisti þannig að það hefur enga merkingu fyrir mig.
Allt frá því að Kinsey skýrslan kom út árið 1948 hefur það verið nokkuð ljóst að kynlífsiðkun fólks er ólík og hefur yfirleitt ekkert með kynhneigð að gera.
Samtökin 78 snúast á engan hátt um kynlíf heldur um borgaraleg réttindi. Undir borgaraleg réttindi flokkast vissulega að hafa leyfi til að búa með, elska og ef áhugi er til staðar að stunda kynlíf með einstaklingi af sama kyni. En hvort eða hvernig það á sér stað snertir Samtökin 78 ekki hið minnsta.
Matthías Matthíasson (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.