Færsluflokkur: Bloggar

Grútarháttur

Ég seldi manni íbúð á 30 mil. Í afsalsgerðinni sagði fasteignasalinn að það kostaði kr. 1.350.- að þinglýsa afsalinu, hann var varla búinn að sleppa orðinu þegar kaupandinn segir: "Getum við ekki splittað þessu"? Ég ætlaði a fara að segja já þegar fasteignasalinn sagði: "Nei, kaupandi á ávallt að borga.

Einu sinni var þingmaður sem var um leið forstjóri ríkisstofnunnar. Þeir sem unnu hjá stofnunni gátu keypt matarmiða á vægu verði sem giltu í mötuneyti stofnunnar. Nokkrum árum seinna varð þingmaðurinn ráðherra og síðan bankastjóri. Nú, nú. Núna voru liðin 12 ár frá því að nefndur þingmaður var kommisar í matarmiðastofnunni þegar annar lágt settur starfsmaður hennar átti erindi á skrifstofu bankans. Þar hittir hann fyrir bankastjórann sem kallar hann á eintal. Og erindið var: "Ég er hérna með þrjá matarmiða úr (nefnir ríkisstofnunina sem hann var í fyrir 12 árum) heldur ekki að þú viljir kaupa þá af mér"?


mbl.is Sigurjón lánaði sjálfum sér fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira um vanhæfi ríkissaksóknara.

Íslenskur lögmaður, já íslenskur lögmaður Pétur Þór Sigurðsson tapaði máli fyrir Hæstarétti Íslands gegn Landsbankanum. Málið valt ma. á atkvæði virðulegs dómara Guðrúnar Erlendsdóttur. Pétur taldi Guðrúnu vanhæfa og vísaði málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu. Dómstóllinn taldi að skuldir eiginmanns Guðrúnar við Landsbankann, á þeim tíma sem mál Péturs Þórs var tekið fyrir í apríl 1997, hafi numið um 2,5 milljónum og ekki væri hægt að segja að þær væru mjög miklar. Ekkert benti heldur til þess að þessar skuldir hefðu getað falið í sér fjárhagslegan þrýsting sem gæti haft áhrif á hlutleysi Guðrúnar. Þá virtist ekki heldur að fjögur veðlán hjá fjármálastofnun sem tengdist Landsbankanum gætu leitt til þess að hægt yrði að draga hlutleysi dómarans í efa. Hins vegar yrði að líta á þessa þætti í víðara samhengi við það samkomulag, sem eiginmaður Guðrúnar hefði gert við Landsbankann um uppgjör skulda og þátt Guðrúnar í því samkomulagi. Leiða mætti líkum að því, að hefði hún ekki lagt fram veð fyrir lánunum, hefði umrætt samkomulag við Landsbankann um skuldir manns hennar ekki náð fram að ganga.

Dómstóllinn sagðist ekki telja neina ástæðu til að ætla að hvorki Guðrún né maður hennar hefðu haft beina hagsmuni af niðurstöðu máls Péturs Þórs. En í ljósi þess að málin voru í gangi á svipuðum tíma, hefði Pétur Þór með réttu getað efast um að Hæstarétt skorti viðeigandi hlutleysi.

Samkvæmt þessum dómi er þetta gildandi réttur á Íslandi sér í lagi þar sem Mannréttindasáttmáli Evrópu er gild lög á Íslandi.

Hvor skildi samkvæmt þessu vera vanhæfari Guðrún eða Valtýr?

Hvar í ósköpunum hefur Pétur Þór Sigurðsson lært lögfræði? Varla eingöngu á Íslandi.


mbl.is Eva Joly er dínamítkassi
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Víst getur dómsmálaráðherra afsett Valtýr

Sennilega er sú sem gegnir embætti dómsmálaráðherra íslensklærð í lögfræði það sannaði hún áðan í fréttum Stöðvar 2 og sagðist ekki geta sett ríkissaksóknara af.

Þetta er klassísk fáviska íslensk lögfræðings. Dómsmálaráðherra hefur fullt tilefni til að leggja til við Forseta Íslands að núverandi ríkissaksóknari verði settur af.

Ég endurtek aftur og aftur og aftur: Íslensk lögfræði og lögfræðingar er heimsk ófrjó og fávís.


mbl.is Segir saksóknurum verða fjölgað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar sem blindur leiðir blindan...

... yfir fjölfarna hraðbraut er hugsanlegur möguleiki, ef að hann er ekki heyrnarlaus líka.

Tilvitnun:Valtýr kveðst ekki sjá hvernig Eva Joly, sem ráðgjafi sérstaks saksóknara, tengist málum hans embættis eftir að hann hafi hætt öllum afskiptum að málum sem snúa að embætti sérstaks saksóknara.

Svona bull getur aðeins komið út úr íslensklærðum lögfræðingi (takið eftir lærðum ekki menntuðum). Svo einfalt er það að "afskiptum" ríkissaksóknara af sakamálum byrjar ekki að ljúka fyrr en við útför hans, í fyrsta lagi. (sjá færslu að neðan)

ATH: Valtýr Sigurðsson er einn af reyndari dómurum landsins.


mbl.is Hefur ekki hugleitt að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er Valtýr algerlega vanhæfur.

Ég ætla að halda áfram að vera þeirrar skoðunar að íslenskir lögfræðingar séu ekki betri í sérfræðigrein sinni en annað fólk í lögfræði. Ég er rafvirki að iðn en hef ekki enn fundið þann lögfræðing sem ég hef ekki getað stungið af í grein sinni og tek ég það fram að ekki er ég að hælast um.

Ég vil nefna eina einfalda ástæðu fyrir því að Valtýr er vanhæfur. Sérstakur saksóknari er samkvæmt lögum ekki jafn hátt settur og ríkissaksóknari. Sérstakur saksóknari er eyja sem hverfur að máli loknu eins og td. hinn stór-kostulegi Sigurður Tómas Magnússon. Þessi eyja þarf að leita til undirmanna ríkissaksóknarans ss. lögreglu. Þessir lögreglumenn sem hinn sérstaki saksóknari leitar til eru í langtímasambandi við reglulega ríkissaksóknann á undan og eftir þjónustuna við sérstaka saksóknarann.

Þetta er næg ástæða fyrir Valtýr að víkja, alveg, og ef hann gerir það ekki þá á dómsmálaráðherra að leggja til við Forseta Íslanda að honum verði vikið úr embætti.

 

PS: Það er grunsamlegt ef að Valtýr segir ekki af sér.


mbl.is Ekki hrifin af hugmynd um sérskipaðan ríkissaksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burt með þessa kellingu

Ég vil þessa kellingu burtu og líka kellinguna í Alþingisnefndinni. Ég vill Björgúlf sem aðstoðarmann hins mjög svo sérstaka afsaksóknara og Lárus Gelding í Alþingisnefndina. Að lokum vil ég nýjan almenning á Íslandi. 
mbl.is Góð og gagnleg skoðanaskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lágstéttaútlendingar

Bærinn er fullur af lágstéttahollendingum. Það er eftirtektarvert að þessir Holllendingar eru þolanlegri er síðasti knattspyrnuskrílssending sem kom frá Bretlandseyjum. Þeir gengu organdi um bæinn og mátti halda að lausir væru úr haldi ungir Íslenskir karlmenn að "skemmta sér".

Ég ætla ekki að gera lítið úr forvarnargildi knattspyrnuiðkunar ungra drengja. það er nokkuð öruggt að þeir drengir sem eru veikir fyrir og hika að beita ofbeldi venjast af því.

 


Kynferðislega brjáluð kona?

Komin er enn á ný fram kona sem á báðum sjónvarpsstöðvum í kvöld ásakar kirkjunnar þjón um kynferðislega misnotkun. Í fyrra skiptið var hún undantekningalaust lýst geðsjúk á kaffistofum allra vinnustaða sem ég kom á.

Ég hef sagt það áður og get því miður enn staðið við það að stór meirihluti karla og stór hluti kvenna er kynferðislega misþroska. Þetta birtist þannig í umræðunni fyrir þrettán árum að nefndur guðsþénari hafi leitað á fermingarstúlkur, var það sagt að vonum því maðurinn væri  "svo kvensamur"!!!!! Konurnar sem báru þetta á hann voru lýstar kynferðislega brenglaðar. Kona ein, sannkristin safnaðarnefndarkona, kom fram í opinberu viðtali og og lýsti því yfir að hún "tryði á prestinn".

Misþroskinn birtist líka þannig að vændi er flokkað sem kynlíf. (Þingkonur og menn Sjálfstæðisflokksins) Og að vændi skuli banna af því að það sé "ósiðlegt" (Ýmiss trúfífl sem haldin eru kynferðislegri þráhyggju). Til eru furðu margir karlar á sextugs og sjötugsaldri sem fara til Kúpu og "kaupa" sér tvítugar stúlkur til að spássera um á ströndini og halda því fram að þeir séu með kærustu sínar sér við hlið, aðrir karlar fara til Tævans og "kaupa" sér börn í sama skini. Þetta eru í mörgum tilfellum virtir borgarar.

Sögu heyrði ég um einn mann sem fór til Kína, hann "keypti" sér litla vændiskonu. Hann lýsti aðförum sínum á þann veg að hann hefði gengið með hana um gólf á meðan á "kynmökunum " stóð, þótti þetta með eindæmum hraustlegt og hugmyndaríkt. Nú nú, þessi saga var svo sögð í saumaklúbbi miðaldra kvenna. Konurnar voru að vonum ákaflega hissa og hneykslaðar. Þær voru samdóma um eftirfarandi: "Til hvers var hann að ganga með´ana um gólf"!


Sláturleyfi.

Það sem John Demjanjuk skorti svo mjög var sláturleyfi. Til að standa fyrir múgmorðum þarf sláturleyfi. Reyndar er sláturleyfi eitt og sér ekki nóg það má ekki drepa friðaðar tegundir og það má friða tegundir eftirá. Ég minnist látanna í upphafi landbúnaðarráðherratíðar Steingríms J. fyrir tuttugu árum en þá stóð deilan um sláturleyfi á kindum. Dæmi um misnotkun sláturleyfis er sú sorg sem enn ríkir í Asíu vegna fjöldamorða Japana í seinni heimstyrjöld. Japanir drápu fólk í Kína og víðar sem innanlandsstjórnin hafði ein rétt á að drepa. Það er ríkjandi sérstök ánægja með tugmiljónainnanlandsmorð þeirra félaga Maós og Stalíns. Þeir gættu síns sláturleyfis með sérstakri árvekni.   Bandaríkjastjórn hefur almennt sláturleyfi en sláturleyfi Ísraelsstjórnar er bundið við araba, sérílagi Palestínuaraba.
mbl.is Tannhjól í drápsvélinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ruddaskapur eða hvað?

Þegar ég fer út heima hjá mér og opna hurðina, sem opnast inn, ryðst kötturinn iðulega inn áður en ég næ að koma mér út. Nú er það ekki svo að þessi bitra reynsla mín sé bundin við húsköttinn heldur er þetta almenn, já al-MENN reynsla mín eftir að ég flutti á mölina. Þar sem ég ólst upp og var að fara út biðu bæði Bingó og Kátur þess við við gættina að þeim yrði hleypt inn. Þetta átti líka við köttinn sem í fjárhúsunum bjó og hét Steingrímur Hermannsson.

Áðan fór ég á Hamborgarabúllu Tómasar, þegar maður ekki kaupstaðahundur, smó framhjá mér þar sem ég var á leið að opna hurðina, ýtir á hurðina og sleppir henni þannig að hún skelltist beint í andlitið á mér og ég stóð úti hurðu lostinn. Þetta var sérstaklega óviðeigandi þar sem Hamborgarabúlla Tómasar leggur mikið uppúr háttvísi gesta í garð hvors annars. (Það er óþarfi að taka það fram að maður þessi bar sig að við átið eins og kaupstaðahundur sem étur úr dollunni með tvo aðra kaupstaðarhunda að aftan sem bíða þess að komast að dollunni.( Hann urraði þó ekki, verð að taka það fram))

En þetta er svo sem ekki ný reynsla fyrir mig. Kaupstaðabúar bæði hundar og menn ryðjast eins og lágstéttarrollur. Ég hef haft þann slæma ósið þegar ég er á leið út úr verslun þar sem hurðin opnast inn að doka við ef að kvenfólk er á leið inn og held hurðinni opinnu og leyfi konunni að komast áður en ég fer út sérstaklega ef konan er með barn. Í langflestum tilvikum strunsar konan framhjá án þess að virða mig viðlits frekar en bölvað kattarrassgatið. Þetta er farið að bitna illa á nefndum kattarskratta þar sem ég er farinn að setja löppina í hann við dyrnar sem fulltrúa kvenna Íslands. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Kristján Sigurður Kristjánsson

Höfundur

Kristján Sigurður Kristjánsson
Kristján Sigurður Kristjánsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband