Færsluflokkur: Bloggar

Ég mun verða dáður og frægur.

   Mig hefur alltaf langað til að verða frægur og tilvitnaður maður, en eitthvað hefur alltaf komið í veg fyrir það. Nú er ég orðinn fimmtugur og frægðin lætur enn á sér standa. Örvænting mín í frægðina var orðin slík að ég var búinn að skipuleggja að hafa opinberar hægðir á Austurvelli einhvern góðviðrisdaginn í sumar að viðstöddum fjölmiðlum, en af fjölskylduástæðum hætti ég við. Lengi var sú von lifandi að mér yrði boðið í Silfur Egils og í þeim tilgangi skrifaði ég oft athugasemdir við blogg Egils á visi.is. En það fór alltaf fyrir mér eins og sjúka manninum við Betesdalaugina sem beið eftir að engill Drottins hrærði vatnið, það var alltaf einhver asni búinn að svara á undan mér og komin oní. Mánuðum saman beið ég eftir símtali frá Agli: “Viltu verða heill?” en Egill hringdi ekki, hringir sennilega ekki á hvíldardegi. En nú er komin ný von-, ég ætla að byrja að blogga.

Stefnan í stuttu máli er; að ég ætla að skamma kirkjuna fyrir hvað hún er púkó og sanna að prestar hafi ekkert að gera, td. er fræg símaauglýsing mjög haldgóð í þessu sambandi, ég ætla líka að skrifa um það að ég sé að hugsa um að segja mig úr þjóðkirkjunni. Þó hef ég ekki ákveðið neitt í vegna hommana, því miður. Ég ætla að skamma olíufélögin fyrir verðlagningu en ekki mun ég taka Altansolíu inn í þær skammir strax þó það væri óneitanlega frumlegt en ég ætla að láta til skarar skríða í því máli eftir nokkrar færslur annarra bloggara. Annað í sambandi við verðlagsmálin mun ég skrifa um að Hagkaup hafi gert meira fyrir neytendur en verkalýðshreyfingin í sjötíu ár og svo tek ég einarða afstöðu á gegn  Mjólkursamsölunni.

Varðandi refsingar mun ég stranglega mæla með mikilli hörku sérstaklega ef eitthvað kemur uppá, vei dómurum landsins, þeir munu fá sinn skammt það er alveg víst .Og hvað stjórnmálin varðar mun ég einbeita mér að Grímseyjarferjunni í fyrstu en svo bregða mér í stærri málin eins og jakka Össurar eða hálsklút Sollu. Þá er það umferðarmálin, sérstaklega harðaksturinn, ég ætla hreinlega að níða alla ökufanta niður ( sjá refsingar) einnig mun ég mæla með “tvöföldun” strax. Göng til Vestmannaeyja komi ekki til greina ég er jafnvel að hugsa um að kalla Árna Jonssen “þjóf” í þessu máli, þó með þeim fyrirvara að þetta er aðeins hugmynd. Kastljósspyrill (helst Helgi Seljan): “Nú kallar þú Árna Jonssen þjóf á bloggi þínu, er þetta ekki gróft í ljósi þess að engu er að stela”? Ég held þó svona í fyrstu að hugmyndin sé andvana fædd. Jah- nema að Árni rétti mér einn á´ann, en það er valt að treysta á því. Næsta færsla mun verða mjög sorgleg. Hún mun fjalla um erfiðleika lesenda vegna þess að ég mun tilkynna að ég ætli í bloggfrí, en hún mun innihalda huggunarorð líka.


« Fyrri síða

Um bloggið

Kristján Sigurður Kristjánsson

Höfundur

Kristján Sigurður Kristjánsson
Kristján Sigurður Kristjánsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband