Skynsöm dýr.

Afi minn, Guðmundur Einarsson á Brekku Ingjaldssandi var það sem kallað er í Sölku Völku "orðlögð grenjaskytta".

Theodór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi, sem vitnað er í, skráði ævisögu hans "Nú brosir nóttin". Á bls. 146 í kaflanum "Með byssu í hendi" segir svo:

"Einu sinni kom læða heim á greni með eitthvað í kjaftinum. Ég dauðskaut hana, og það var ekki í frásögu færandi. En þegar ég fór að skoða, hvað hún hafði komið með, rak ég upp stór augu. Það líktist úttroðnum sláturskepp. Þetta var þá stór buxnavasi og virtist ekkert smáræði troðið í hann. Ég skoðaði innihaldið gaumgæfilega. Þar voru tvö lóuegg og tíu lóu- og spóaungar, rétt núkomnir úr eggi. mest furðaði mig á, að tófan skildi finna upp á þessu og hafa lag á að koma öllu þessu í vasann. Þegar ég velti honum fyrir mér, sá ég, að annar helmingurinn var dálítið lengri en hinn. Mér datt í hug að tæfa hefði staðið með annan framfótinn á þeim helmingi vasans sem lengra náði fram, og krækt svo með hinum fætinum í opið hinu megin, svo vasinn opnaðist. Og þannig hefði hún ýtt eggjum og ungum inn í hann með kjaftinum."

Athyglisvert er að í vasanum voru tólf hlutir þannig að tæfa hefur oft þurft að leggja frá sér vasann.  Margar fleiri sögur segir afi í bókinni af Rebba.


mbl.is Tófan bar hjarta og lifur úr nýdrepnu lambinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Sigurður Kristjánsson

Höfundur

Kristján Sigurður Kristjánsson
Kristján Sigurður Kristjánsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband