Ökumaður, stýrishús????????

Ein fyrsta jarðýta landsins var keypt í mína heimasveit 1947 sjálfur vann ég á jarðýtu við stórvirkjanir á Þjórsársvæðinu. Ég heyrði aldrei nefndan "ökumann" í sambandi við jarðýtur ekki heyrði ég heldur nefnt "stýrishús".

Nær væri að tala um jarðýtumarskálk og klefa eða eitthvað allt annað. En svona miðað við að útlendingur hafi skrifað fréttina er þetta bara gott.


mbl.is Björguðu ökumanni frá köfnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ertu kex ?

Óskar Þorkelsson, 13.6.2009 kl. 20:15

2 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Örugglaga. Þakka samt.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 13.6.2009 kl. 20:55

3 Smámynd: B Ewing

Þegar talað er um stýrishús er oftast um stjórnrými farartækja á sjó að ræða en það er aftur á móti ekkert "rangt" við að kalla stjórnklefa á t.d. gröfum, bílkrönum, búkollum, jarðýtum og jafnvel bifreiðum stýrishús.  Ég held að önnur orð eins og t.d. stjórnklefi, klefi eða stjórnrými (ökumannsrými) eigi betur við almennt séð, sé miðað við málhefð.

  Orðið ökumaður á aftur á móti ekkert skylt við jarðýtustjórann, ellegar vinnuvélastjórann, sem sannanlega var að stjórna jarðýtunni því ekki eru allir vinnuvélastjórar með bílpróf, próf sem óneitanlega er nátengdast ökumönnum.

Um jarðýtumarsálk hef ég ekkert að segja.  Samtengingin er skondin og væri tilvalið viðurnefni á nafntogaða jarðýtustjóra.

Að lokum vona ég að allt fari vel og jarðýtustjórinn haldi heilsunni eftir þetta óhapp.

B Ewing, 14.6.2009 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Sigurður Kristjánsson

Höfundur

Kristján Sigurður Kristjánsson
Kristján Sigurður Kristjánsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband