Meira um vanhæfi ríkissaksóknara.

Íslenskur lögmaður, já íslenskur lögmaður Pétur Þór Sigurðsson tapaði máli fyrir Hæstarétti Íslands gegn Landsbankanum. Málið valt ma. á atkvæði virðulegs dómara Guðrúnar Erlendsdóttur. Pétur taldi Guðrúnu vanhæfa og vísaði málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu. Dómstóllinn taldi að skuldir eiginmanns Guðrúnar við Landsbankann, á þeim tíma sem mál Péturs Þórs var tekið fyrir í apríl 1997, hafi numið um 2,5 milljónum og ekki væri hægt að segja að þær væru mjög miklar. Ekkert benti heldur til þess að þessar skuldir hefðu getað falið í sér fjárhagslegan þrýsting sem gæti haft áhrif á hlutleysi Guðrúnar. Þá virtist ekki heldur að fjögur veðlán hjá fjármálastofnun sem tengdist Landsbankanum gætu leitt til þess að hægt yrði að draga hlutleysi dómarans í efa. Hins vegar yrði að líta á þessa þætti í víðara samhengi við það samkomulag, sem eiginmaður Guðrúnar hefði gert við Landsbankann um uppgjör skulda og þátt Guðrúnar í því samkomulagi. Leiða mætti líkum að því, að hefði hún ekki lagt fram veð fyrir lánunum, hefði umrætt samkomulag við Landsbankann um skuldir manns hennar ekki náð fram að ganga.

Dómstóllinn sagðist ekki telja neina ástæðu til að ætla að hvorki Guðrún né maður hennar hefðu haft beina hagsmuni af niðurstöðu máls Péturs Þórs. En í ljósi þess að málin voru í gangi á svipuðum tíma, hefði Pétur Þór með réttu getað efast um að Hæstarétt skorti viðeigandi hlutleysi.

Samkvæmt þessum dómi er þetta gildandi réttur á Íslandi sér í lagi þar sem Mannréttindasáttmáli Evrópu er gild lög á Íslandi.

Hvor skildi samkvæmt þessu vera vanhæfari Guðrún eða Valtýr?

Hvar í ósköpunum hefur Pétur Þór Sigurðsson lært lögfræði? Varla eingöngu á Íslandi.


mbl.is Eva Joly er dínamítkassi
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Sigurður Kristjánsson

Höfundur

Kristján Sigurður Kristjánsson
Kristján Sigurður Kristjánsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband