Mikil óvissa

 

 

Það er alls óvíst með endanlega uppröðun á listann. Þetta er flóknara en svo að atkvæðafjöldi ráði. Fyrst þarf að reikna út sjávarstöðu næsta stórstraumsflóðs eftir fæðingardag móðurömmu viðkomandi frambjóðanda, þá þarf að deila í það með meðalfallþunga dilka í uppsveitum Árnessýslu árið 2000 að frádregnum fallþunga þeirra bæja sem hæstan og lægstan fallþungan höfðu. Að fenginni þessari niðurstöðu kemur fjöldi símastaura í hrepp elsta föðurbróður/móðurbróður ömmu frambjóðenda til frádráttar atkvæðum sem greidd voru eftir kl. 17:21. á kjördag. Það sem skekkt getur þennan útreikning er svo sá mælikvarði sem notaður var þegar fæðing móðurömmu viðkomandi frambjóðenda bar að , hvort miðað var við öln, þumlunga, eða metrakerfið. Þeir sem elstu móðurömmurnar eiga standa óneitanlega höllum fæti þar sem metrakerfið gefur betri niðurstöðu, svo er líka um þéttleika og víðáttu byggða varðandi fjölda símastaura á hverjum tíma. Til jafnræðis koma þó símastrenglagnir í jörð hjá allra yngstu frambjóðendunum, og vegur á móti  þeim mælikvarða sem er í óhag þeim elstu. Ögmundur gæti þessvegna dottið út. Þar sem framsóknarmenn hafa viðhaft mjög áþekkt val verða þeir fengnir til að reikna út niðurstöðuna.

 


mbl.is Guðfríður Lilja leiði listann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

kúl!

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 18:23

2 Smámynd: Hörður Einarsson

Ekki af ástæðulausu.

Hörður Einarsson, 14.2.2009 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Sigurður Kristjánsson

Höfundur

Kristján Sigurður Kristjánsson
Kristján Sigurður Kristjánsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband