25.1.2009 | 15:46
Ástandið er sjúkt.
Það hlutgerist í sjónvarpsmyndum sem sýnd voru áðan í viðtölum við foringja stjórnarinnar.
Það hlutgerist í afsökunarbeiðni sem Hörður Torfason var kúgaður til að biðjast afsökunar af því hann benti á að keisarinn var ber.
Það hlutgerist í því að fárveikir formenn stjórnarflokkana, til sálar og líkama, kúga þingmenn sína til hlýðni.
Það hlutgerist í því að "ofurbloggararnir" hér taka sér tíma til að lesa ástandið en mislesa það og blogga svo væmin blogg um veikindi formannanna. Standa svo naktir eins neitandi nekt sinni. "Hvað verður um Jaklín og börnin"?
Það hlutgerist í því að fasistar koma út úr skápnum hér á blogginu og bræður þeirra grýta lögregluna.
Allir sem komnir eru yfir fertugt hafa kynnst veikindum og dauða ástvina þar á meðal ég, oft. Enginn þessara ástvina minna hafa gert þá kröfu að þjóðfélagið leggist að og faðmi fótskör þeirra, ekki einu sinni til sinna nánustu. Það eiga hundruð manna eftir að verslast upp og deyja aukalega, eingöngu, vegna ástandsins sem að nú ríkir.
Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde sitja í andstöðu við þjóðina og þingið í skjóli veikinda sinna það sjá allir sem vilja sjá. Þeim báðum tókst í skjóli veikinda sinna að kúga þingflokka sína til hlýðni og Hörð í leiðinni og líklega þjóðina á endanum. Þetta er sjúkt. Sá sem er mjög veikur og stendur jafnvel frammi fyrir dauðans óvissu er ekki sjálfrátt, hann þarf skjól. Ef hann vill það ekki er það á ábyrgð þeirra sem nærst standa að koma honum í skjól.
Mótmælt á tveimur stöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Kristján Sigurður Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hárrétt! Kúgun og aftur kúgun almennings af hálfu spillingaraflanna!
corvus corax, 25.1.2009 kl. 16:12
Að auki:
Sjúkleikinn hlutgerist líka í því að foringi stjórnarinnar og foringi stjórnarandstöðunnar koma í langan Kastljósþátt og tekst að komast í gegn um allan þáttinn án þess að bera sér í munn orðin: heimili fjölskylda.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 25.1.2009 kl. 16:28
Halló engin heima?
Halla Signý Kristjánsdóttir, 25.1.2009 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.