13.9.2008 | 22:12
Fagnaðarefni.
Það er fagnaðarefni að ofbeldisberserkir séu farnir að hóta lögreglu og fjölskyldum þeirra ofbeldi. Þetta gæti orðið til þess að dómarar fari að dæma ofbeldi refsivert sem það þó er sannarlega samkvæmt lögum. Ef að dómarar halda áfram að dæma ofbeldi refsilaus er hætta á því að lögreglumenn taki málin í sýnar hendur og taki sig saman berji einhvern berserkinn í hakk.
Hvar sem ríkisvaldi er ekki beitt eða heldur að sér höndum myndast glufa sem er samstundis fyllt af sjálfkjörnum "ráðherrum" og "dómurum". Því að allt vald er framsækið og tekur yfir ef það fær ekki aðhald, sama hver í hlut á. Það er fjöldi karlmanna sem eiga langan farsælan og glæsilegan ofbeldisferil vegna þess að formlegum dómurum Íslands finnst ofbeldi ekki vera refsivert.
Reyndar á þetta líka við um löggjafan og sést best á nýlegri laganefnu um "nálgunarbann.
Ég skal drepa konuna þína! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Kristján Sigurður Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Ef að dómarar halda áfram að dæma ofbeldi refsilaus" Rökstuðningur:
Dómsorð. Ákærði sæti fangelsi í 30 daga, rétt þykir að fresta fullnustu refsingar í eitt á haldi dómfelldi almennt skilorð samkvæmt bla..bla...
Þetta er dæmigerð "refsing" fyrir að brjóta andlitsbein merja og berja þangað til árásarmaðurinn hefur fengið fullnægingu. Þýðingin fyrir þolandann er að geta ekki neytt matar í 30 daga, andlega áfallið getur varað árið sem hin skilorðsbundna "refsing" varir.
Þýðing fyrir vitni: Vitni þarf að horfa upp á ofbeldið, það þarf að mæta í skýrslutöku hjá lögreglu amk. einu sinni og amk. einu sinni fyrir dómi.
Þýðing fyrir geranda: Skýrslutaka hjá lögreglu amk. einu sinni og amk. einu sinni fyrir dómi. Hann fær skilorðsbundin dóm. Hvað þýðir það? Það þýðir að hann verður hugsanlega að taka við bréfi og það er undir honum komið hvort hann opnar bréfið það skiptir hann engu máli málinu er algerlega lokið fyrir gerandann.
Annað beinbrot, annar þolandi sama svín. Dómur: Dómur: Fangelsi 45 daga skilorðsbundið sama bréf óopnað, afleiðing 0.
Þriðja beinbrot þriðji þolandi sama ofbeldissvín. Dómur: Fangelsi fjóra mánuði og er 45 daga fangelsið "dæmt upp"!!!!!! og dómur "þyngdur" í 6 mánuði. "Þó þykir rétt að skilorðsbinda refsinguna til þriggja ára. Sama bréf óopnað, afleiðing fyrir geranda er heldur minna vesen en vitnið af árásinni.
Til athugunnar. Tíunda hvert ofbeldisbrot er kært 10% þeirra enda með sakfellingu, í þessu dæmi geta því legið 300 árásir eftir sama svín.
Ofbeldi margborgar sig.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 14.9.2008 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.