28.2.2008 | 19:54
Stjórnmál/dómsmál 2.
Fallinn er enn einn stórfurðulegur dómur í "þvagleggsmálinu" og eins og fyrri daginn: ekki orð, engin umræða, ekki neitt. Fólk sem er með kjaftinn á gátt í öllum málum steinþegir þegar umræðan berst að lögfræði. Það er að vonum þegar löglærðir menn í landinu eru teljandi á fingrum sér hvernig er almenningur þá. ( Nefni báðar hendur til öryggis en réttara væri að tala um aðra höndina. ) : Rekstur málsins, sókn vörn og dómur er með þeim hætti að ætla mætti að hvergi hafi komið löglærður maður að. Dómarinn, kona auðvitað, leyfir sér að draga vörnina sundur og saman af háði sem er svo sem allt í lagi hefði það verið gert á réttum forsendum, af nógu öðru var að taka. Sakborningur hafði orðið fyrir harðræði lögreglu og "heilbrigðisstarfsmanna" sem aðeins hefði verið hægt að búast við í fasísku einræðisríki.
Um hvað héldu naktir fangar SS í útrýmingarbúðum Nasista þegar áður en þeim var vísað í gasklefann? Um kynfæri sín. Af hverju? Af því að þar býr stærsta og aðgengilegasta leyndarverund mannsins. Þangað ruddist svokallað heilbrigðisstarfólk með aðstoð nokkurra lögreglufanta á Selfossi. Þessir sömu fantar uppskera nú ríkulega frá systur í dómarastétt og lýðurinn þegir.
Um bloggið
Kristján Sigurður Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Dómarinn, kona auðvitað" Ég býst við að þú sért hættur að vinna og liggir i bókum Strindbergs allan daginn.
Kristján Þór (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 13:14
".......kona auðvitað". Það er háttur hinna valdalausu að dæma hart, það þarf ekki annað en að hlusta á innhringingarþætti útvarpsstöðvanna þar sem hinir valdalausu orga fram sleggjudóma sína. Konur eru enn hluti hinna valdalausu og þegar þær komast loks í valdaaðstöðu vilja þær höggva ekki síður en frönsku borgararnir á sinni tíð.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 1.3.2008 kl. 17:37
ég lýt á þetta sem tvö óskyld mál, konukindin var drukkinn á bílnum og því auðvitað missir hún prófið og allt það, en vonandi verður tekið hart á þeim dónum sem komu svona fram við hana á Selfossi
Það er í lögum að ef að fólk neitar að láta taka af sér sýni, blása eða blóð, skulu dæmir sekir hvað varðar ölvun í akstri, en það reynir aldrei á það fyrir dómi, því sannarlega vantar sönnunarbirgðina. En mér finnst það bara ætti að vera þannig, að það liggi því hjá sakborningi að sanna sakleysi sitt með því að míga í glas eða gefa blóð til að sanna sakleysi sitt.
En svona aðferð innan lögreglunnar eða heilbrigðiskerfisins skal aldrei líða.
Halla Signý (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.