29.5.2013 | 20:16
Bergstaðastræti 22.
Það er urmull af einkennilegu fólki sem byggir Þingholtin það reyndi ég þegar ég vegna andlegs heilsuleysis gerði upp steinbæinn Miðgrund á árunum 2008 og 2010. (grundvöllur minjavörslu er andlegt heilsuleysi ef ekki bein geðveiki nægir að vísa á Laugaveg 4-6 því til stuðnings).
Kona ein rúmur meter á hæð í kálfasíðri kápu með slæðu rækilega bundna undir kverk kom stundum og sagði farir sínar ekki sléttar. Ég var að hreinsa grjót uppúr drenskurði við austurenda hússins þegar hún birtist og hóf upp mál sitt. Ástæður hennar lutu einkum að leigjendunum á neðri hæðinni. Lét hún dæluna ganga meðan ég hreinsaði skurðinn til vesturs. Hún fylgdi með girðingunni í vestur og hélt báðum höndum um grindverkið eins og vanur ræðumaður meðan hún fylgdi mér með með hliðarspori án þess að gera hlé á málflutningi. Leigjendurnir fóru mjög halloka í málinu vegna útivistar og með öllu óvíst að þeim hafi verið birt stefna í málinu. Hún talaði á loftrestum og dó mál hennar út þegar lof þraut. Þegar við kómum að vesturhorni hússins greip ég um allstóran stein og hóf hann upp. Hún mælti: "Þau eru með hass" ! Hún mælti orðið hass þannig fram að hún skellti neðri kjálka saman við þann efri skúffaði mjög og blés s-hljóðinu upp á milli tannanna. Hún lét svo hægri hönd lausa af grindverkinu snérist á hæl og gekk vestur Bergstaðastræti. Ég stóð sem steinrunninn með steininn í fanginu. Ég henti steininum frá mér strauk mér um enni og gekk vesturfyrir hús. Þegar þangað kom stóð litlu stærri kona þar með gleraugu rauðhærð og hárið klippt í móikanakamb. Út um viðbyggingartóftina smó í þessu fjörgamall maður og horfði þannig við mér til hliðar úteygum augum eins og ég grunaði hann um morð, en ég grunaði hann alls ekki um neitt. Konan segist vera að hirða flöskur spýtur og annað smálegt sem ég mætti missa. Ég sé ekki betur en kona þessi sé þjóðfrægur rithöfundur. Hún á líka í vandræðum með manninn á neðrihæðinni en skilur ekkert í því að ég skuli gruna hann um drykkju á hassi. Hún segist alls ekki skipta sér af fólki sem sé með hass. Svo leiðir hún hjólið á brott eftir stutt samtal.
Upp Bjargarstíg gengur virðuleg kona með hund í bandi, hún er blind. Ég heilsa og hún þekkir mína rödd. Það er af henni að frétta að hinn tíkin sé veik heima og sé óvíst með framhaldið.
Þar sem ég hef alltaf haft vonir tengdar stjórnmálum og kosningar framundan bíð ég henni arminn og segist ganga með henni yfir Bergstaðastrætið það séu menn sem aki um göturnar sem alls ekki eigi að hafa ökuleyfi. Við göngum af stað og þá man hún eftir að hún ætlaði að kaupa fisk fyrir veiku tíkina svo við höldum á upp á Týsgötu og svo heim á 21b. Því miður vóru ljósmyndarar blaðanna fjarri enda þótti ég ekki framboðstækur í stað þess krafði ég borgarráð um að þurrka mig útaf kjörskrá.
Það leið ekki á löngu áður en ég greip öldunginn aftur og enn ætlar hann að smjúga með flóttasvip. Ég bíð góðan dag og tekur hann undir og stansar. Við skiptumst á almæltum tíðindum. Hann snéri ávallt vinstri hlið að mér og hafði hendur í lás fyrir aftan bak. Hann spyr mig um uppruna og segist ég vera að vestan og hafi verið síðast að vinna á Bolafjalli sem sér niður í Skálavík þaðan sem HKL hafi riðið yfir skarðið fyrir áttatíu árum.
"Já" segir hann "ég var með þeim". Mér varð við eins og manni sem er heilsað og viðkomandi kynnir sig sem Napoleon Bonaparte. Ég hef þá reglu að séu menn ekki einhamir þá fylgi ég þeim í hamskiptum þeirra svo ég spurði einskis.
Við færðumst eitt skref við hverja setningu og stóðum fyrr en varir inn á gólfi hjá fínni frú sem var að gera upp Hannesarhús konan sú var á háhæluðum skóm og í rauðum kjól. Hann ansaði því í öngu og lét vinstri hlið vita að henni í fússi. Við göngum niður Bjargarstíg og vestur Miðstræti. Hann er þegar tekinn að mýkjast. Þessi maður vissi bókstaflega alla hluti um Þingholtin hvort það var grjótnám fyrir byggingu Alþingishússins eða bifreiðaeign manna fyrir fimmtíu árum.
"Við bjuggum hér eftir að við komum frá Ísafirði" sagði hann og benti "pabbi var læknir þar"
"Hvað hét hann"?
"Hann hét Vilmundur Jónsson"
"Landlæknir"?
"Já, það er ljótur þessi gafl, það er mikið af ljótum göflum hér".
(Já Vilmundur landlæknir hann var með HKL í Skálavík hvað er þessi maður eiginlega gamall?)
Tvær konur ganga upp Bjargarstíg, þetta eru húsafriðunarkonur og miðað við ölvun var önnur þeirra á alltof háum skóm. Hún hrópar að mér að ég sé ógeðslegur maður að hún ætli að drepa mig og hún ætli að kæra mig. Skórinn skælist stöðugt undir fótinn svo hún verður að linna hótunum þangað til næst. Þær halda á og sú sem var meiri húsafriðunarkona sendir mér tóninn um að þessu máli sé ekki lokið. Stuttu seinna gengur hálfníræði togarasjómaðurinn framhjá með norsku konuna sína þetta er mjög fín kona og hann er mjög hreykinn af þessari konu. Konan fer öll í hnút þegar ég hvísla að ganla manninum hvernig hann hefði náð sér í svona fína konu á undan öllum nossurunum og hann hvíslar hamingju sinni í eyrað á mér. Sú norska þýfgar hann mjög um hvað hann hafi sagt mér þegar þau ganga rólega burtu.
Þetta eru bara nokkrir borgarar sem búa og lifa í Þingholtunum. Ég skil ekkert í því að þó miklu fleiri menn búi á Skúlagötunni í háhýsunum þar hefur mér aldrei verið heilsað á þeim stað.
Kona ein rúmur meter á hæð í kálfasíðri kápu með slæðu rækilega bundna undir kverk kom stundum og sagði farir sínar ekki sléttar. Ég var að hreinsa grjót uppúr drenskurði við austurenda hússins þegar hún birtist og hóf upp mál sitt. Ástæður hennar lutu einkum að leigjendunum á neðri hæðinni. Lét hún dæluna ganga meðan ég hreinsaði skurðinn til vesturs. Hún fylgdi með girðingunni í vestur og hélt báðum höndum um grindverkið eins og vanur ræðumaður meðan hún fylgdi mér með með hliðarspori án þess að gera hlé á málflutningi. Leigjendurnir fóru mjög halloka í málinu vegna útivistar og með öllu óvíst að þeim hafi verið birt stefna í málinu. Hún talaði á loftrestum og dó mál hennar út þegar lof þraut. Þegar við kómum að vesturhorni hússins greip ég um allstóran stein og hóf hann upp. Hún mælti: "Þau eru með hass" ! Hún mælti orðið hass þannig fram að hún skellti neðri kjálka saman við þann efri skúffaði mjög og blés s-hljóðinu upp á milli tannanna. Hún lét svo hægri hönd lausa af grindverkinu snérist á hæl og gekk vestur Bergstaðastræti. Ég stóð sem steinrunninn með steininn í fanginu. Ég henti steininum frá mér strauk mér um enni og gekk vesturfyrir hús. Þegar þangað kom stóð litlu stærri kona þar með gleraugu rauðhærð og hárið klippt í móikanakamb. Út um viðbyggingartóftina smó í þessu fjörgamall maður og horfði þannig við mér til hliðar úteygum augum eins og ég grunaði hann um morð, en ég grunaði hann alls ekki um neitt. Konan segist vera að hirða flöskur spýtur og annað smálegt sem ég mætti missa. Ég sé ekki betur en kona þessi sé þjóðfrægur rithöfundur. Hún á líka í vandræðum með manninn á neðrihæðinni en skilur ekkert í því að ég skuli gruna hann um drykkju á hassi. Hún segist alls ekki skipta sér af fólki sem sé með hass. Svo leiðir hún hjólið á brott eftir stutt samtal.
Upp Bjargarstíg gengur virðuleg kona með hund í bandi, hún er blind. Ég heilsa og hún þekkir mína rödd. Það er af henni að frétta að hinn tíkin sé veik heima og sé óvíst með framhaldið.
Þar sem ég hef alltaf haft vonir tengdar stjórnmálum og kosningar framundan bíð ég henni arminn og segist ganga með henni yfir Bergstaðastrætið það séu menn sem aki um göturnar sem alls ekki eigi að hafa ökuleyfi. Við göngum af stað og þá man hún eftir að hún ætlaði að kaupa fisk fyrir veiku tíkina svo við höldum á upp á Týsgötu og svo heim á 21b. Því miður vóru ljósmyndarar blaðanna fjarri enda þótti ég ekki framboðstækur í stað þess krafði ég borgarráð um að þurrka mig útaf kjörskrá.
Það leið ekki á löngu áður en ég greip öldunginn aftur og enn ætlar hann að smjúga með flóttasvip. Ég bíð góðan dag og tekur hann undir og stansar. Við skiptumst á almæltum tíðindum. Hann snéri ávallt vinstri hlið að mér og hafði hendur í lás fyrir aftan bak. Hann spyr mig um uppruna og segist ég vera að vestan og hafi verið síðast að vinna á Bolafjalli sem sér niður í Skálavík þaðan sem HKL hafi riðið yfir skarðið fyrir áttatíu árum.
"Já" segir hann "ég var með þeim". Mér varð við eins og manni sem er heilsað og viðkomandi kynnir sig sem Napoleon Bonaparte. Ég hef þá reglu að séu menn ekki einhamir þá fylgi ég þeim í hamskiptum þeirra svo ég spurði einskis.
Við færðumst eitt skref við hverja setningu og stóðum fyrr en varir inn á gólfi hjá fínni frú sem var að gera upp Hannesarhús konan sú var á háhæluðum skóm og í rauðum kjól. Hann ansaði því í öngu og lét vinstri hlið vita að henni í fússi. Við göngum niður Bjargarstíg og vestur Miðstræti. Hann er þegar tekinn að mýkjast. Þessi maður vissi bókstaflega alla hluti um Þingholtin hvort það var grjótnám fyrir byggingu Alþingishússins eða bifreiðaeign manna fyrir fimmtíu árum.
"Við bjuggum hér eftir að við komum frá Ísafirði" sagði hann og benti "pabbi var læknir þar"
"Hvað hét hann"?
"Hann hét Vilmundur Jónsson"
"Landlæknir"?
"Já, það er ljótur þessi gafl, það er mikið af ljótum göflum hér".
(Já Vilmundur landlæknir hann var með HKL í Skálavík hvað er þessi maður eiginlega gamall?)
Tvær konur ganga upp Bjargarstíg, þetta eru húsafriðunarkonur og miðað við ölvun var önnur þeirra á alltof háum skóm. Hún hrópar að mér að ég sé ógeðslegur maður að hún ætli að drepa mig og hún ætli að kæra mig. Skórinn skælist stöðugt undir fótinn svo hún verður að linna hótunum þangað til næst. Þær halda á og sú sem var meiri húsafriðunarkona sendir mér tóninn um að þessu máli sé ekki lokið. Stuttu seinna gengur hálfníræði togarasjómaðurinn framhjá með norsku konuna sína þetta er mjög fín kona og hann er mjög hreykinn af þessari konu. Konan fer öll í hnút þegar ég hvísla að ganla manninum hvernig hann hefði náð sér í svona fína konu á undan öllum nossurunum og hann hvíslar hamingju sinni í eyrað á mér. Sú norska þýfgar hann mjög um hvað hann hafi sagt mér þegar þau ganga rólega burtu.
Þetta eru bara nokkrir borgarar sem búa og lifa í Þingholtunum. Ég skil ekkert í því að þó miklu fleiri menn búi á Skúlagötunni í háhýsunum þar hefur mér aldrei verið heilsað á þeim stað.
Um bloggið
Kristján Sigurður Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 44995
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.