9.3.2012 | 22:42
Perlur og eldvatn.
Eftir erfiða ferð er fólkið af ysta nesinu komið í kaupstaðinn. Það kom fótgangandi og fór beint í krambúðina þar sem ungi kaupmaðurinn er með kútinn og ber körlunum eldsterkt brennivín. Konum er vísað á glerperlur. Gamli kaupmaðurinn sætir rannsókn sýslumanns eftir kæru frá innsveitarfólki sem vildi meina að saltkjötið hafi úldnað á tunnunum vegna saltleysis og orðið ósöluhæft.
"Jæja" Segir Bjarni við Ögmund. "Þú ku hafa misst mikið fé í vor bæði úr vánka og skotu" Og réttir honum velfullt staup.
"Já" Segir Ögmundur, "þetta var nú allt undan hrútskratta sem ég fékk hjá Jóni Ásgeir, allt tví og þrílemt sem kom undan honum, þetta var froða, farið hefur fé betra" segir hann og skellir í sig snafsinum. "Aaaah ! Þetta er sterkt, er þetta eldvatn eða hvað?"
Bjarni hlær og fyllir aftur á glasið hjá Ögmundi. "Jón koddu og fáðu þér herssingu líka" . Bjarni fyllir á glas og réttir Jóni Bjarnasyni, horfir fast á hann og segir: "Já þótt það sé fjárfelli þá eigum við alltaf kvótann"
"Já", segir Jón svoldið skrækur eins og Krúsi á Gili "það verðu að gera eitthvað fyri bænduna".
"Já, við verðum að fara að huga að vegagerð inn á sveit og jafnvel alveg út á nes". Segir Bjarni.
"Nei það kemur ekki til mála" segir Jón svoldi æstur, "og fá allt fólkið að sunnan á vélrennireiðum í spássitúra, við getum alveg gengið eins og hingað til. Það verður bara til þess eins að hrepparnir verða sameinaðir". Þetta var eins og að nefna snöru í hengds manns húsi því Bjarni hafði á búnaðarskólaárunum skrifað í skólablaðið að samvinna ætti að vera á milli hreppanna og að fólk ætti ekki eingöngu að versla í innskrift hjá kaupmanninum.
"Ég vil hafa minn kaupmann" sagði Jón.
Atli rétt kemur inn um dyrnar og er á svipinn eins og hann hafi grátið alla þessa löngu og torfæru leið, hann hafði staðið að kæru Jóns Ásgeirs og félaga á hendur gamla kaupmanninum og sá nú eftir öllu saman. Kanske var hann svona á svipinn af því. Útgrátinn. Tautaði um að allt væri breytt. Það var engu líkara en að á hverri stundu mundi röddin bresta og gráturinn hefjast á ný. Bjarni klappaði honum herðarnar og leiddi hann að kútnum.
"Ólöf varstu búin að sýna Liljunum perlurnar sem við fengum í vor" ?
"Ert að tala um útlendu glerperlurnar eða íslensku beinatölurnar" ?
"Tölurnar auðvita" segir Bjarni.
Guðfríður Lilja er niðurlút. Hún er í alltof stóru strigapilsi, eldfornu sem Ögmundur hafði erft af ömmu sinni, sumir sögðu að pilsið væri Gersk gersemi, afturkast af konu Leníns aðrir sögðu að það hlyti að vera af tröllkonu þar austurfrá. Á nesinu var það haft að gamanmálum að pilsið væri svo stagbætt að það mætti eiginlega heita alíslenskt. Hún ýtir við beintölunum áhugalaus.
" Ætli hún hafi ekki meiri áhuga á að skoða efni í alminnlegan kjól helvískir!"
Hvur er þar mætt nema "helvítið" hún Sóley Tómasdóttir sem aldrei slildi verið hafa. Hún hafði þannig lagaðann kjaft að hún þurfti sífellt að vera að skútyrðast vegna karla og "klámhunda". Jafnan hafði hún betur við klámhundana í orðræðu þar eð þeir vóru fjarri. Hún lét vaða yfir þingið borgarstjórnina og atvinnulífið. Karlarnir mættu henni í þögn í mesta lagi lyftu annari augabrúninni. Strákalýður mátti átölulaust hrekja hana í orðum opinberlega, jafnvel svívirða.
"Er fisksoðningin ekki að verða tilbúinn Ólöf".
Jú soðningin var tilbúin og allir ganga til stofu kaupmanns, nema Sóley.
"Jæja" Segir Bjarni við Ögmund. "Þú ku hafa misst mikið fé í vor bæði úr vánka og skotu" Og réttir honum velfullt staup.
"Já" Segir Ögmundur, "þetta var nú allt undan hrútskratta sem ég fékk hjá Jóni Ásgeir, allt tví og þrílemt sem kom undan honum, þetta var froða, farið hefur fé betra" segir hann og skellir í sig snafsinum. "Aaaah ! Þetta er sterkt, er þetta eldvatn eða hvað?"
Bjarni hlær og fyllir aftur á glasið hjá Ögmundi. "Jón koddu og fáðu þér herssingu líka" . Bjarni fyllir á glas og réttir Jóni Bjarnasyni, horfir fast á hann og segir: "Já þótt það sé fjárfelli þá eigum við alltaf kvótann"
"Já", segir Jón svoldið skrækur eins og Krúsi á Gili "það verðu að gera eitthvað fyri bænduna".
"Já, við verðum að fara að huga að vegagerð inn á sveit og jafnvel alveg út á nes". Segir Bjarni.
"Nei það kemur ekki til mála" segir Jón svoldi æstur, "og fá allt fólkið að sunnan á vélrennireiðum í spássitúra, við getum alveg gengið eins og hingað til. Það verður bara til þess eins að hrepparnir verða sameinaðir". Þetta var eins og að nefna snöru í hengds manns húsi því Bjarni hafði á búnaðarskólaárunum skrifað í skólablaðið að samvinna ætti að vera á milli hreppanna og að fólk ætti ekki eingöngu að versla í innskrift hjá kaupmanninum.
"Ég vil hafa minn kaupmann" sagði Jón.
Atli rétt kemur inn um dyrnar og er á svipinn eins og hann hafi grátið alla þessa löngu og torfæru leið, hann hafði staðið að kæru Jóns Ásgeirs og félaga á hendur gamla kaupmanninum og sá nú eftir öllu saman. Kanske var hann svona á svipinn af því. Útgrátinn. Tautaði um að allt væri breytt. Það var engu líkara en að á hverri stundu mundi röddin bresta og gráturinn hefjast á ný. Bjarni klappaði honum herðarnar og leiddi hann að kútnum.
"Ólöf varstu búin að sýna Liljunum perlurnar sem við fengum í vor" ?
"Ert að tala um útlendu glerperlurnar eða íslensku beinatölurnar" ?
"Tölurnar auðvita" segir Bjarni.
Guðfríður Lilja er niðurlút. Hún er í alltof stóru strigapilsi, eldfornu sem Ögmundur hafði erft af ömmu sinni, sumir sögðu að pilsið væri Gersk gersemi, afturkast af konu Leníns aðrir sögðu að það hlyti að vera af tröllkonu þar austurfrá. Á nesinu var það haft að gamanmálum að pilsið væri svo stagbætt að það mætti eiginlega heita alíslenskt. Hún ýtir við beintölunum áhugalaus.
" Ætli hún hafi ekki meiri áhuga á að skoða efni í alminnlegan kjól helvískir!"
Hvur er þar mætt nema "helvítið" hún Sóley Tómasdóttir sem aldrei slildi verið hafa. Hún hafði þannig lagaðann kjaft að hún þurfti sífellt að vera að skútyrðast vegna karla og "klámhunda". Jafnan hafði hún betur við klámhundana í orðræðu þar eð þeir vóru fjarri. Hún lét vaða yfir þingið borgarstjórnina og atvinnulífið. Karlarnir mættu henni í þögn í mesta lagi lyftu annari augabrúninni. Strákalýður mátti átölulaust hrekja hana í orðum opinberlega, jafnvel svívirða.
"Er fisksoðningin ekki að verða tilbúinn Ólöf".
Jú soðningin var tilbúin og allir ganga til stofu kaupmanns, nema Sóley.
Um bloggið
Kristján Sigurður Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður. Ég fer að setja tengil á þig!
Jón Valur Jensson, 11.3.2012 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.