Fantasía í matvörubúðinni.

Fyrir tilviljun fór ég í matvörubúð með konunni, það átti að kaupa einhvern rétt sem mér leist ekkert á. Konan segir að vilji ég fá súrmat skuli ég bara fara í röðina við kjötborðið. Ég fer í röðina. Þessi röð var ekkert frábrugðin öðrum röðum, allir voru eins og hálvitar nema aftasti maður og fljótlega varð ég næst aftastur og svo hófst biðin. Fimmti maður fyrir framan mig lét þungann hvíla á vinstri fæti en hægri fótur vissi út eins og hann vildi segja að hann hefði eiginlega ekki meint þetta eða það væri kanski óþarfi að taka þessu svona, hann væri hættur við. Ég set hendina í jakkavasann og fer að strjúka bílperu í vasanum og var að hugsa um að skjóta líka hægri rist til hliðar öryggisskini en ég fer að skoða konu sem var þriðja á undan mér.

 Þetta var lágvaxin kona þybbin, í joggingbuxum og rauðum flísjakka með þunnt hár. Hún dregur bolinn reglulega niður á hægri lend en er ekki búin að sleppa takinu þegar bolurinn fer í nákvæmlega sömu stöðu og í fyrra skiptið, eftir smá stund er þetta endurtekið.

Þá dettur mér í hug hvað mundu ske ef ég gripi með vinstri hendi um vinstri upphandlegg hennar kippti henni úr röðinni og keyri hana með þeirri hægri ofaní frystiborðið og héldi henni þannig góða stund með andlitið á kafi.

Það mundi allt verða vitlaust. Hún mundi brjálast, öskra og taka strikið út, kona á áttræðisaldri mundi segja með brostinni röddu að ég væri fyrirlitlegur maður en halla sér fram til að eiga forskot fyrir flótta ef til kæmi. Sá fimmti í röðinni mundi skipta um fót og vera útskeyfur á vinstri. Aðstoðarverslunnarstjórinn mundi koma og byrja rólega að vísa mér út þegar kona á barneignaraldri mundi loksins sjá sitt tækifæri eftir áralanga kúun einginmanns síns og taka það út á mér. Þetta mundi enda á því að ég öskra: "Þetta er það sem þær vilja allar þó þær vilji ekki viðurkenna það ".

 

Daginn eftir á DV.is: " Maður á sextugs aldri ræðst á konu og og dýfir henni ofan í frysti " . Minna letur : "Segir að þetta vilji þær allar ". Sigríður Önnudóttir kommenterar " Ojjj ógislegur kall ". Sigurður Guðjónsson 45 ára segir að fólk skuli kynna sé málavöxtu áður en það dæmi. Garðar Guðmundsson 55 ára segir að samkvæmt fréttini hafi konan ekki borið neinn skaða af meðerðinni og að menn séu saklausir uns sekt sé sönnuð. Þetta gefur Jónasi Grétarssyni virkum í athugasemdum tilefni til að fullyrða að ekki sé útilokað að þetta sé einmitt það sem konan hafi viljað, hann rekur svo mörg dæmi um rannsóknir sem fram komi að konur gangi með duldar hvatir að vera dýft oní frystikistur, konur hagi sé oft undarlega í kringum stór rafmagnstæki, menn hafi ranglega verið dæmdir sekir sem hafi haft samræði við konur td. í þvottahúsum fjölbýlishúsa. Sigríður Jónsdóttir tekur undir þetta sjónarmið þó þetta eigi ekki við hana sjálfa. Sigurður Guðmundsson 34 ára skilur ekki hvað verið er að blanda þvottavélum saman við frystiborð matvöruverslanna það sé bara allt annar hlutur, þetta sárnar Jónasi og segir að þvottavélar æsi konur mun meira en frystiborð það gefi augaleið.

Andrés Hansson segir þetta sé nákvæmlega sem gera þurfi við Jóhönnu Sigurðardóttur og Guðsteinn bætir við að gleyma ekki Steingrími J. Aðrir vilja taka bankabófana. Að lokum er umræðan komin út í gengislánadómana, einn vildi láta flengja Davíð Oddsson á Lækjartorgi sem aðrir nefna Austurvöll sem rétta vettvanginn.

 

Þetta endar á því að mér er boðin góðann dag og ég spurður "hvað var það fyrir þig" ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð gamansaga úr samfélaginu –– og svipmynd úr bloggsamfélaginu!

Jón Valur Jensson, 28.2.2012 kl. 01:11

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Góð ádeila á bloggsamfélagið!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 11.3.2012 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Sigurður Kristjánsson

Höfundur

Kristján Sigurður Kristjánsson
Kristján Sigurður Kristjánsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband