3.11.2011 | 01:10
Hvað er ríkið?
Þessi skattrannsóknaför verkalýðshreyfingarinnar með Ríkisskattstjóra vakti enga sérstaka athygli nema ríkisfjölmiðlarnir sögðu frá henni.
Enga athygli vakti að verkalýðshreyfingin kom þarna fram sem einn af þáttum ríkisvaldsins. Það vakti engar spurningar hjá neinum. Verkalýðshreyfingin innheimtir meira fé af hverjum starfsmanni heldur en ríkissjóður enda voru tveir af þremur fyrirsvarsmönnum á blaðamannafundinum frá verkalýðshreyfingunni. Þó verkalýðshreyfingin sé svona stór hluti ríkisvaldsins þarf hún ekki að standa neinum reikniskap hvorki framkvæmdavaldi löggjafarvaldi eða kjósendum, hún er bara þarna, stjórnarskrárbundið ríkisvald, eins og klerkarnir í Íran.
Verkalýðshreyfingin hefur alla stjórnmálaflokkana í vasanum, hana varðar ekkert um kjör launþega eða almennings bara að skatturinn skili sér í kassann.
Stjórnlagaráð, fulltrúar hins pýnda almennings, ákvað í frumvarpi sínu að styrkja tök verkalýðshreyfingarinnar á þjóðlífinu.
Við hrunið misstu stjórnmálaflokkarnir ríkið úr höndum sér. Nú er verkalýðshreyfingin ríkið.
Magn svartrar vinnu kemur á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Kristján Sigurður Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.