24.10.2011 | 17:58
Um vændi.
Áhugahópur gegn vændi, Stóra systir, hefur notið mikillar athygli undanfarið. Viðbrögð karla hafa verið hérumbil á einn veg; afhjúpun og úbýing á kynferðislegum misþroska og fávitsku. Í morgunn skrifaði Guðmundur Andri mánudagsgrein sína í Fréttablaðið. Guðmundur Andri og Illugi Jökulsson ásamt verkalýðshreyfingunni eru í þeirri einstöku aðstöðu, sem er óþekkt nema í N-Kóreu, að sama hverju þeir halda fram eru þeir ávallt rómaðir og skrifum þeirra deilt. Þeir eru "góðir".
Nú, nú. Þarna líki Guðmundur vændi starf hjúkrunnarkvennan. Nokkuð er ég viss um að hjúkrunnarfólki bíður við þessu. En hann uppsker klapp frá konum sem körlum. Hann bætir um betur og líkir vændi við einskonar hraðkynlíf en fær einkunnina "góður".
Þáttur Brynjars Níelssonar er sambætilegur við það þegar sonur Cjásesskús meig yfir veisluborð og uppskar klapp viðstaddra, að öðru leiti er hann eins og verstu kálfarnir á á netinu. Þá er það Eva Norn, en einhvernvegin verður konan að láta bera á sér og karlpeningurinn lofar hana í von um eitthvað meira.
Af hverju vekur vændisandstaða upp svona breiða umræðu, varla er þetta svona þýðingarmikið eitt og sér? Nei auðvita ekki. Málið snýst um yfirráð kvenna yfir tilveru sinni og líkama geta hafnað að vera áhald til að hafa sjálfsfróun inní. Ef konur, léttvægustu mannverurnar, ráða sér sjálfar hvað verður þá um smámennið mig sem er svo lítill?
Um bloggið
Kristján Sigurður Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er dálítið rokk í þessum skrifum.
Rock'n roll !
Tryggvi Hübner, 27.10.2011 kl. 03:11
Nei Tryggvi það er ekkert rokk í þessum skrifum, þetta er í skársta falli kántý.
Guðmundur Andri veit reyndar svo lítið um vændi og reynslu vændiskúnna að hann heldur að þeir hljóti að sækjast eftir einhverjum kulda sem hann sér fyrir sér að einkenni þjónustu sem þó er hefð fyrir að tala um sem það að selja blíðu sína.Líking hans við hjúkrun er ekki slæm í sjálfu sér en þar sem hann hafnar því aðspurður að hann eigi við að hjúkun sé ópersónuleg og laus við nánd, lendir hann í mótsögn við sjálfan sig.
Jájá, ég hef enga ástæðu til að skrifa aðra en einbera athyglissýki því eins og allir vita eru til tvær tegundir kvenna, þær sem hafa vit á að halda kjafti ef skoðanir þeirra eru ekki nógu hófsamar og hógværar til að týnast í karlhafinu og svo hinar sem eru bara athyglissjúkar.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2011 kl. 23:46
Ég var ekki að tala um grein Guðmundar Andra.
Heldur skrif Kristjáns, hér að ofan.
TH
Tryggvi Hübner, 1.11.2011 kl. 03:19
Ég var líka að tala um þau. Þau eru gersneydd rokki.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.