9.7.2010 | 17:52
Ekki svo ljótt?
Út frá þeim tilgangi að arkitektúr sé að skapa sem mannfjandsamlegast umhverfi þar sem gangandi fólk forðast að líta upp, verður ekki í fljótu bragði séð að arkitektunum takist ætlunarverk sitt. Þetta virðist ekki svo óvistlegt.
En þegar betur er að gáð sést hve vel höfundum tekst að plata. Formaður lætur blekkjast og talar um að byggingarnar falli vel að umhverfi sínu. Öll þök eru flöt á "byggingunum" en öll þök á húsunum í hverfinu eru reyst.
En það má margt gera með efni og yfirborðsmeðferð til að fæla fólk og þannig ná tilgangi sínum um arkitektúr.
Hönnun Landspítala kynnt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Kristján Sigurður Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fyrir þá sem ekki vita var hér leynihreyfing Rússnesku mafíunnar, Sekuritate, Rúmenska kommunistaflokksins, Orþodoxkirkjunnar, Arkitektafélags íslands og borgarinnar um að láta reisa byggingar við Ánanaust og á Mýrargötusvæðinu. Áttu þessar byggingar að vera tilbúnar á tuttugustu ártíð Cjásesskúhjónanna þ. 25. 12. 2009. Þann dag átti að vera hámessa í kirkjunni og afhjúpa átti veglega líkneskju af þeim hjónum, átti styttan sú að standa á hringtorginu við Ánanaust og ásjónur þeirra að vita að byggingunum.
Nú, nú , af þessu varð ekki vegna hrunsins. Ættu nú góðir menn að taka sig til og sameina þessa krafta í þágu nýByggingar Landspítalans.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 10.7.2010 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.