Nokkrar góðar reglur fyrir bloggara.

 

 

1. Ég blogga eingöngu til dýrðar sjálfum mér.

2. Ég set athugasemdir inná blogg annarra sem eru frægari en ég í sama tilgangi.

3. Ég gæti þess stranglega að gera aldrei athugasemdir við athugasemdir annarra á öðrum bloggum.

4. Nú kemur upp mál fyrripart dags, ég gæti þess að blogga ekki um málið fyrr en ég er öruggur um hvernig "vötn muni falla" í málinu og fylgi því.

5. Þegar ég hef náð smá frægð þá geri ég ekki athugasemdir við athugasemdir sem berast á mitt blogg.

6.  Bloggaðu reglulega. Finnist ekkert efni má alltaf ráðast á kirkju presta eða matarskömmtun líknarfélaga. Gott er að segjast "vera að íhuga að segja sig úr þjóðkirkjunni" nokkuð öruggt er veiða inn athugasemdir frá fólki sem búið er að segja sig úr þjóðkirkjunni, margir þekktir þar á meðal.

7. Ekki reyna að vera fyndinn skrúðmæltur eða tyrfinn í skrifum.

8. Vertu ferskur, varastu gamla frasa eins og: "Hagkaup hefur gert meira fyrir alþýðuna í landinu en verkalýðshreyfingin" er dottinn út og "ég versla eingöngu við Altansolíu" getur verið háll eins og ástandið er núna.

9.  Varastu að gera athugasemdir hjá Láru Hönnu hún er of yfirgripsmikil og flókin og maður getur auðveldlega lent í flórnum.

10. Vaktaðu blogg Egils Helga vel. Ef svo vill til að maður nái að vera þó ekki nema í fjórða sæti með athugasemd þá er það mikill árangur.

11. Ef allt þrítur má alltaf kasta skít í Alfreð Þosteinsson, ef ekkert nýtt finnst á hann er bara að ausa af gömlum málum.

 

Þetta eru aðeins nokkrir punktar ég mun síðar bæta við eins og andinn leyfir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Fínir punktar! Sérstaklega # 1!

Björn Birgisson, 2.5.2010 kl. 21:31

2 identicon

Hafa skal það sem sannara reynist, Almenningur.

jk (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Sigurður Kristjánsson

Höfundur

Kristján Sigurður Kristjánsson
Kristján Sigurður Kristjánsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband