Stórkostlegur misskilningur lögfræðinga.

 

Guðni Th. Jóhannesson étur upp þvæluna úr lögfræðingum og lagaprófessorum um vald Forseta Ísland. Það er skýrt samkvæmt Sts. að þingrofsvaldið er í höndum Forseta Íslands og aðeins í höndum Forseta Íslands.

Það er skýrt samk. Sts. að vald sitt þiggja ráðherrar úr hendi Forseta Íslands, ekki frá Alþingi. Það er söguleg staðreynd að aldrei hefur verið mynduð ríkisstjórn á íslandi eftir 1262 fyrir atbeina Alþingis.

Það er tilræði sem jafna má við landráð hvernig lagaprófssora tala um valdheimildir Forseta Íslands.

Samkvæmt áliti Þórs Vilhjálmssonar fyrrverandi lagaprófessor, forseta Hæstaréttar og dómara við Mannréttindadómstól Evrópu að endanlegt og æðsta vald á Íslandi í höndum formanns Sjálfstæðisflokksins á hverjum tíma. Þetta er hérumbil einróma samþykkt í lagaakademíunni á Íslandi.


mbl.is Stórkostlegur misskilningur forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Steinn Gestsson

Já e´g get ekki skilið stjórnarskránna öðru vísi en að þingrof sé í höndum forseta, ekki forsætisráðherra.

Óskar Steinn Gestsson, 26.1.2009 kl. 20:49

2 Smámynd: corvus corax

Það eru engin lög í gildi á Íslandi ef þau ganga gegn hagsmunum sjálfstæðisflokksins, svo einfalt er það. Hlustið bara á slepjulega slímdýrið Birgi Ármannsson þegar hann er með lagaskýringar eins heimskur og hann er nú, þá svigna og bogna lögin alltaf til að þjóna sjálfstæðisflokknum. Þeir skilja a.m.k. ekki annað þessi spillingarsníkjudýr.

corvus corax, 26.1.2009 kl. 21:42

3 Smámynd: dsjo

Verið ekki að tjá ykkur um hluti sem þið hafið ekkert vit á. Í 13. gr. stjórnarskrárinnar segir að "13. gr. Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt." Þetta ákvæði gerir það að verkum, í stuttu máli, að allt það vald sem forseti hefur samkvæmt orðanna hljóðan í stjórnarskránni er í raun hjá ráðherra.

dsjo, 26.1.2009 kl. 21:54

4 Smámynd: corvus corax

24. grein stjórnarskrárinnar tekur skýrt fram að forseti geti rofið þing. Það að forseti feli ráðherrum að framkvæma valds sitt snýst um framkvæmdavaldið en virðist ekki gilda um þingsköp.

corvus corax, 26.1.2009 kl. 22:01

5 Smámynd: dsjo

Þingsköp eru lög sem gilda um það sem fram fer inná Alþingi og hefur ekkert með forsetann að gera né þingrof. Vald forseta (ráðherra sbr. 13. gr.) til að rjúfa þing er hjá ráðherra eins og annað vald sem forseti hefur samkvæmt orðanna hljóðan í stjórnarskrá.

dsjo, 26.1.2009 kl. 22:08

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg skildi forsetann ekki þannig að "það væri enginn starfandi forsætisráðherra"

Eg skildi hann þannig að þar sem forsætisráðherra hafi ekki gert að tillögu þingrof heldur slitið ríkisstjórn os.frv væri hann þar með búinn að leggja frá sér tillögurétt um þingrof.

En ef hann hefði lagt til þingrof hefði náttúrulega forsetinn þurft að samþykkja það eftir yfirvegað mat.  Enda eru fordæmi fyrir að forseti hafni þingrofi.  Sveinn Björnsson netaði Óla Thors um rof 1950.  (Kristján Eldjárn samþykkti svo þingrofstillögu Ólafs Jóhannessonar 1974.)

Held að einhver misskilningur sé í gangi hjá mbl.is

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.1.2009 kl. 22:18

7 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Í sveitinni í gamla daga sagði pabbi mér að "láta" féð út td. kl 1. Kindurnar höfðu ekkert með það að gera.

Fullveldi Íslands er í höndum þjóðarinnar og það er hún sem kýs Forseta Íslands og alþingismenn, takið eftir alþingismenn ekki Alþingi. Alþingi er samkoma 63ja manna sem hafa hlotið kosningu á Alþingi. Forseti Íslands kallar þessa 63 menn saman til Alþingis. Áður en Alþingi er hæft til að sinna löggjafarstörfum verður það sjálft, svo skrítið sem það er, að að gefa út kjörbréf til þingmanna. Alþingi er það sem kallað er fjölskipað stjórnvald og hefur ekkert vald nema sem samkoma. Mjög oft hefur ný ríkisstjórn verið mynduð áður en nýtt Alþingi kemur saman. Í umboði hvers? Í umboði hvers sitja ráðherrarnir? Alþingis sem ekki er komið saman? Formanns Flokksins? Guðs? Megasar? Alþingi hefur aldrei samþykkt neina ríkisstjórn eða synjað. Aldrei. 

"Þingrofsvaldið er í höndum forsætisráðherra". Segja lagaspekingarnir. Jæja. Þegar Ólafur Jóhannesson rauf þing var það gert í andstöðu við meirihluta Alþingis, Hannibal Valdimarsson marghamraði á þessu. "Minnihluti Alþingis getur ekki rekið meirihluta Alþingis heim". Hann sótti samkvæmt því þingrofsumboð sitt til minnihluta Alþingis! Eru þá 2x3=11. Já þannig séð. Þegar Óli jó las upp þingrofsskjalið las hann upp í lokin "Kristjan Eldjarn Ólafur Jóhannesson", hver var þessi Kristjan Eldjarn?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 26.1.2009 kl. 22:44

8 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hér er 24.málsgrein Stjórnarskrárinnar, fyrir þá sem eru læsir:

24. gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið],1) enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum]1) eftir, að það var rofið. [Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.]1)

Loftur Altice Þorsteinsson, 26.1.2009 kl. 23:31

9 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

"Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags." Lesist: Alþingismenn skulu halda launum sínum til kjördags.

Þetta er óhuggulegasta og svæsnasta breyting á Stjórnarskrá Íslands. Þing sem hefur verið rofið kemur auðvitað ekki aftur saman. Þegar Óli Jó rauf þing 1974 urðu þingmenn samstundis kauplausir því varð að redda hvorki meira né minna en með Stjórnarskrárbreytingu.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 26.1.2009 kl. 23:44

10 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Ég er ánægður með að Forseti Íslands skuli hafa lesið uppúr bloggi mínu fyrir fréttamenn í hádeginu.

En auðvitað er þetta að lokum spurning um túlkun fræðimanna og dómstóla. Fræðimenn og dómstólar eru sammála um að allt vald liggi hjá formanni Sjálfstæðisflokksins. Þau rök eru fyrst og fremst sótt í neitun þjóðarinnar að kjósa forseta úr röðum Sjálfstæðisflokksins, sem er forkastanlegt.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 27.1.2009 kl. 16:07

11 Smámynd: Valan

Ég verð að segja að titillinn að þessum pistli er frábær - vildi óska að mér hefði komið hann til hugar við minn pistil um sama efni.

Annars vildi ég bara segja að ég er ánægð að sjá að þú lætur ekki skæting eða yfirlæti í  lögfræðimenntuðum letja þig til þátttöku í umræðunni. Stjórnarskráin er allra mál og þar að auki beint mál meirihlutans. Innlegg lögfræðinga er að sjálfsögðu mikilvægt en þeir eru ekki meirihluti landsmanna og verja stjórnarskrána ekki falli eins síns liðs sama hvað brögðum er beitt.

Valan, 31.1.2009 kl. 01:37

12 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Getur verið að Vala sé eini lögfræðingurinn sem hefur heilbrigða sýn á Stjórnarskrána ? Þá erum við líka að glíma við alvarlegt þjóðarmein. Hvers konar menntastofnun útskrifar fólk með svona röng viðhorf ? Raunar er háskóli Íslands þriðja flokks menntastofnun. Það var brandari þegar talsmenn hans fóru að tala um að koma honum í hóp 100 beztu háskóla heims.

Allur almenningur telur að Stjórnarskráin sé auðskilin og þannig verði hún að vera. Ýmsu má breyta í Stjórnarskránni, en sterk staða forsetans verður að haldast. Á meðan algjört fúsk viðgengst í embættiskerfinu og siðleysi er dagskipun stjórnmálanna, getur almenningur bara treyst á forsetann og Stjórnarskrána.

Loftur Altice Þorsteinsson, 31.1.2009 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Sigurður Kristjánsson

Höfundur

Kristján Sigurður Kristjánsson
Kristján Sigurður Kristjánsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband