Vinir

Sótti dóttursoninn á leikskólann. Hann er tveggja og á hérumbil enga fortíđ hann lifir bara fyrir framtíđina og nú var skóladagurinn orđin fortíđ. Hann beiđ ţess stífur ađ ég tćki hann úr kaffitímastólnum og tekur um hálsinn á mér furđu fast en örsnöggt. Ţađ er vegna fortíđar og verđur ađ taka fljótt af vegna ţeirrar framtíđar sem bíđur. Ţetta er stundareilífđ fyrir ţann sem á sér nokkra fortíđ.

Viđ förum niđur í klćđaherbergiđ. Hann er mjög spenntur vegna heimgöngunnar tekur skóna úr skóhillunni og bakkar ţangađ sem ég sit. En ţetta eru tveir vinstrifótaskór sem eru ekkert líkir. Ég er ekki nánda eins spenntur, járnsmiđurinn sem slapp undir steininn í sumar er ekki á ferđinni núna og fuglinn í trénu er ţagnađur. Ţessi fugl var alveg sérstakt ţing og jafnan höfđ nokkur viđdvöl viđ ţetta tré og heimili ţessa alveg sérstaka fugls. Ţessir framtíđar og fortíđarmenn leggja nú fótgangandi af stađ og eru varla komnir út á gangstétt ţegar gamalt fress gengur hjá án ţess ađ líta viđ okkur. Gömul fress eru einstaklega sjálfmiđuđ. Hann tekur ţegar til fótana á eftir fressinu en fressiđ herti bara á sér og fýlusvipnum. Hann er hvass og undur sumarsins horfinn. Tré fuglsins er nakiđ en ţar stendur jeppi međ sérlega stór dekk sem ţurfa athugunnar viđ. Ég sparka vel í dekkiđ og hann stífnar sparka aftur og hann sest á hćkjur sér og segir ákaft álit sitt međ sínum hćtti. Er viđ komum á Brćđraborgarstíg liggur strengurinn upp hann og ţá átti ég ađ halda á honum. Ég minnist sögu afa sem gekk til lambhhúss 1877 međ föđur sínum í byl. Pabbi hans lét hann ganga á undan sér og sagđi viđ hann: Ekki gefast upp, ţetta tekst bráđum. "Ég hef aldri villst í byl, hversu dimmur sem hann hefur orđiđ" sagđi afi.
Međ ţessa 135 ára gömlu fortíđ í huga lćt ég dóttursoninn ganga á undan mér á móti veđrinu og framtíđinni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Kristján Sigurður Kristjánsson

Höfundur

Kristján Sigurður Kristjánsson
Kristján Sigurður Kristjánsson
Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 44683

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband