Hinir kynferðislega misþroskuðu.

Gott kvöld.

Nú hafa tuttugu kynferðislega misþroska menn bloggað gegn banninu. Það þarf eitthvað að gera við/fyrir þessa menn.


mbl.is Alþingi bannar nektardans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Og enn bætir í.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 23.3.2010 kl. 18:10

2 Smámynd: Hamarinn

Hvað ert þú?

Hamarinn, 23.3.2010 kl. 18:23

3 Smámynd: Hans Miniar Jónsson.

Hefur þú engin rök né nokkra skoðun fram að færa?

Er tilgangur þessarar færslu bara að vera met skítkasts-komment á aðra?

Hans Miniar Jónsson., 23.3.2010 kl. 18:46

4 Smámynd: Páll Ingi Pálsson

Fínt að senda þessar skítugu hórur úr landi enda flytja þær ekkert nema kynsjúkdóma, glæpi og vesen hingað til lands. Miklu betra fyrir þær að hórast í Litháen eða öðru skemmtilegu landi þar sem þær njóta sjálfsagðra mannréttinda og aðgang að fullkominni heilbrigðisþjónustu.

Núna erum við líka algjörlega búin að loka á þann möguleika sem mansal hefur upp á að bjóða, enda kemur það einungis fram á nektardansstöðum. Mikið auðveldara verður að fylgjast með því hér eftir enda voru dyraverðirnir á þessum stöðum ansi erfiðir. Mikið auðveldara er að fylgjast með þessu úr heimahúsum.

(ég vona að ég sé ekki kynferðislega misþroska að vilja frekar auka eftirlit með svona stöðum og þar að leiðandi réttindi nektardansmeyja fremur en að senda þær bara aftur til Fjarkanistan því þær eru "vandamálið")

Páll Ingi Pálsson, 23.3.2010 kl. 19:01

5 Smámynd: Hamarinn

Einu sinni hét það  Langtíburtistan.

Hamarinn, 23.3.2010 kl. 19:56

6 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Ég er ekki viss um að Kristján S Kristjánsson sé kynferðislega jafnþroska, en hann er forsjárhyggjulega misþroska.   Það að sofa hjá konu, er það kynferðislega misþroskun,  ef henni er gefin morgungjöf,  er það þá misþroski,   Ef hún lifir á manni 24 tíma á dag 365 daga ársins, er það þá misþroskun.   Veit besserwisserinn KSK hvar mörkun eru á kynlífi, sem mjög er mært í dag, eru til þess að það sé jafnþroska en ekki misþroski.   Mér sýnist að sjálfstæð ákvörðun tveggja fullvalda og sjálfstæðra einstaklinga hafi ekkert með það að gera.

Er það kynferðisleg misþroski ef einstaklingur sem getur ekki  notið kynlífs, þurfi að greiða fyrir það.  Kynlíf er algjör nauðsyn þess að viðhalda tegundinni og er því mjög sterkur hvati í öllum dýrategunum.   Er nema von að maður spyrji sig hvort heimska  sé ekki misþroski.

Kristinn Sigurjónsson, 23.3.2010 kl. 20:58

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Leiðin til ánauðgar er vörðuð mörgum háfleygum siðapostulum, sem sofa ekki um nætur af tilhugsuninni við hvað aðrir eyða tíma sínum í. Bloggari sennilega einn þeirra.

Geir Ágústsson, 23.3.2010 kl. 21:14

8 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Kristinn: Já það er kynferðislegur misþroski að halda að maður sé að upplifa kynlíf með greiðslu. það er kynferðislegur misþroski að kaupa sér "kærustu" á Kúpu og ganga með henni á ströndinni sem stoltur kærasti. Þetta má bjóða graðnautum en ekki mennskum mönnum (hrútar láta ekki platast).

Þetta er líka spurning um mannskilning, ef menn hugsa eins og skepnur og álykta eins og skepnur er þetta allt í lagi. En skilyrðið er líka þá að hinn aðilinn hugsi og álykti eins og skepna. Hvað er þá orðið um fullveldi mannsins?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 23.3.2010 kl. 22:35

9 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Er það þá ekki líka kynferðislegur misþroski þegar þú býður konu uppá drikk á barnum en ferð svo með henni í bólið á eftir...

Þú varst jú strangt til tekið að kaupa þér þjónustu og það ódýra með þessu athæfi.

skoða má málið frá mörgum hliðum. Ég hef ekki farið á strippbúllur síðan árið 2001 en ég get ekki með nokkru móti skilið að það þurfi að banna strípidansa. Það er jú eitthvað þarfara að gera hér á landi en það.

Þessar konur voru kanski að vinna sér inn fé til að geta borgað af húsum sínum eftir bankahrunið, nú fer þessi starfsemi neðanjarðar og þar mun gróskan ekki verða síðri en á yfirborðinu.

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 23.3.2010 kl. 23:07

10 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Maðurinn er hugsandi vera, eða getur verið það. Ég er ekki kona en svo mikla reynslu og trú á konum að þær allflestar hoppa ekki upp í bólið eingöngu vegna eins drykkjar. Hinsvegar hafa fantar blandað ólyfjan í drykki stúlkna sem gerir þær rænulausar og nauðga þeim síðan.

Mín skoðun er: Kaup á vændi er greidd nauðgun. Það er ofboðslegt að slíkt sé leyft.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 23.3.2010 kl. 23:19

11 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ég er farinn að velta fyrir mér hver þinn aldur (þroski) sé Kristján.

"Kaup á vændi er greidd nauðgun"...

Það er skrýtið og hef ég þá óafvitandi keypt mér nauðganir í ófá skipti...

Flestar... Nei allar þær konur sem ég hef verið með hafa þegið einhverja greiðslu fyrir ef þú velltir því aðeins fyrir þér þá fattarðu það.

Ég sagði áður að ef þú býður konu í glas ferð svo með henni heim í ból, þá varstu að greyða fyrir eitthvað...

Svo ef þú ekki drekkur áfengi og þaðan af síður konan hvað þá???

Þú býður konu í bíó, þaðan farið þið heim í ból og??? Varstu ekki að borga fyrir eitthvað???

Ef farið er í málið þá hlýtur þú að geta séð að hægt er að færa rök fyrir því að þú borgaðir fyrir þjónustu í hvert einasta skipti sem þú fórst heim með konu.

Kaup á vændi er ekki leyfð nauðgun... Konan sem þú fórst með heim vill kanski ekki að þú farir uppá sig og þú virðir það þá ertu að safna vöxtum því að hún verður viljugri og treystir þér kanski betur eftir fleirri glös/bíóferðir eftir því hvora söguna þú tekur. Hún ákveður ekki þú.

Ef þú hinsvegar ákveður einhliða þá er það nauðgun og er þar með orðið að glæp.

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 23.3.2010 kl. 23:49

12 Smámynd: kiza

Kristján Sigurður,

 Eru þá t.d. líkamlega fatlaðir menn kynferðislega misþroska ef þeir kaupa sér þessa þjónustu hjá einhverjum sem er til í að selja þá þjónustu?

Eiga þeir bara að húka og vona að einhver prinsessa komi og bjargi þeim úr kastalanum? Eða eiga þeir bara ekki skilið kynferðislega ánægju yfirhöfuð?

Og konum (og körlum) á Íslandi er sumsé bannað að hagnast á því að fækka fötum, hvort sem sé eftirspurn eða markaður fyrir því.  Mér þætti áhugavert að sjá hvernig á að framfylgja þessum lögum þegar kemur að einkapartíum í heimahúsum eða leigðum sölum.  

Ég fatta ekki alveg hvað þú meinar með 'kynferðislega misþroska', gætir þú útskýrt það frekar?

kiza, 23.3.2010 kl. 23:53

13 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Með þínu fláa hugarfari Ólafur þakka ég fyrir að vera ekki kona.

Eiga karlmenn "rétt" á "kynlýfsþjónustu" ef þeir eru fatlaðir, Jóna Svanlaug Þorsteinsdóttir???

Má ég taka það fram að konur eru líka kynferðislega misþroska.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 24.3.2010 kl. 00:09

14 Smámynd: kiza

Kaldi þú ert creepy.

kiza, 24.3.2010 kl. 00:10

15 Smámynd: Lárus Baldursson

Hvað verður um hina kynferðislegu misþroskuðu einstaklinga þegar Goldfinger verður lokað, ætli nauðganir aukist? þá græða brennivíns hórurnar á venjulegu skemmtistöðunum, sem gera út á svoleiðis hluti.

Lárus Baldursson, 24.3.2010 kl. 00:16

16 Smámynd: Lárus Baldursson

Og samkvæmt nýju reglunum, þá þegar upp kemst þá fá dömurnar hæli hér á landi og slömmin verða til svipað og í Hollandi sem er miðja skipulegrar glæpastarfsemi í Evrópu.

Lárus Baldursson, 24.3.2010 kl. 00:27

17 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ætlar þú að halda því fram að þú myndir ekki sofa hjá ókunnri konu fyrir 50 millur á borðið?

En 5000 kall?....ekki?

Hver er munurinn?

ef þú giftist til fjár...hvað þá?

Annars þarf yfirleitt ekki nema smá bjór.....

Haraldur Davíðsson, 24.3.2010 kl. 02:19

18 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Kristján, þú ert kjáni er þú heldur að þetta verði til þess að stoppa mansal og fíkniefnaneyslu o.fl sem er sett fram sem rök, neyslan verður áfram söm við sig. Fólk tekur ekki dóp til að horfa á nakið kvenfólk. Þessi starfsemi verður alltaf til en nú fer þetta bara neðanjarðar. Og að lokum þá er ég alveg fær um það að velja það sjálfur hvort ég stunda svona staði eða ekki (sem ég geri ekki) en hvorki þú eða alþingi þurfið að hafa vit fyrir mér með það.

Við endum með Norður Kóreu, Afganistan og öðrum slíkum ef þessari fjandans fyrirhyggju með það hvað fullorðið fólk tekur sér fyrir hendur fer ekki að ljúka.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 24.3.2010 kl. 08:10

19 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Það á ekki að blanda saman umræðu um nektardans og vændi. Heldur ekki nektardans og mansali eða umræðu um nektardans og fíkniefni.

Það er forkastanleg forræðishyggja og hreint og klárt ofbeldi að banna erotískan nektardans. Svo mikið er víst.

Sá þingmaður sem tekur þátt í að banna nektardans á að fara á súlustað nokkur skipti og fylgjast með hvað þar fer fram áður en hann fer að tala gegn frumvarpinu.

Það þrífst vændi á hinum ímsu öldurhúsum Íslands, í leigubílum og víða annarsstaðar. Á ekki bara að banna leigubíla, eða í það minnsta að banna konum að fara í leigubíla svo þær geti ekki boðið blíðu sína?

Þessi lög eru byggð á fordómum. Þeir sem styðja þessi lög eru fordómafullir hálfvitar.

Baldur Sigurðarson, 24.3.2010 kl. 08:54

20 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

"Ef hún lifir á manni 24 tíma á dag 365 daga ársins, er það þá misþroskun."   skrifar Kristinn Sigurjónsson, ... ég myndi kalla þetta óheilbrigt samband svo ekki sé meira sagt og vona, hans vegna, að hann sé ekki að lýsa eigin hjónabandi.

Jóhanna Magnúsdóttir, 24.3.2010 kl. 12:12

21 Smámynd: María Palma

I am a woman and I can't see any sense in this ban, only stupidity. To connect this kind of dancing with criminal activity describes the  ignorance, Icelandic feminists suffer from.

María Palma, 24.3.2010 kl. 18:58

22 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Persónulega myndi ég heldur vilja stunda nektardans en ýmis önnur störf. Stæði valið t.d. á milli vinnu við nektardans eða starfs á leikskóla myndi ég óhikað velja hið fyrrnefnda.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 24.3.2010 kl. 23:26

23 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Til hamingju með það Tinna.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 24.3.2010 kl. 23:28

24 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Takk fyrir. Þökk sé ykkur siðapostulunum hef ég þann möguleika ekki lengur. Hvers vegna ættu konur ekki að mega starfa við það sem þær vilja?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 24.3.2010 kl. 23:55

25 identicon

Ég skal ráða þig í eitt stykki einkadans Tinna fyrst þú vilt.

Sendu mér símanúmer og við ræðum verð, stund og stað.

ps: ég er ekki að grínast

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 00:08

26 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Allir á síðu Jennýar Önnu eru sammála um að ég sé allt annað en siðapostuli (vegna fremri færslu) ert þú eitthvað skrítinn Tinna?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 25.3.2010 kl. 00:10

27 Smámynd: Vendetta

Jenný Anna? Er hún ekki femínisti?

Vendetta, 25.3.2010 kl. 17:07

28 Smámynd: Vendetta

Þá er nú lítið að marka að þú ert ekki kallaður siðapostuli á hennar síðu, þar sem flestir eru með siðaprédikanir.

Vendetta, 25.3.2010 kl. 17:43

29 Smámynd: Vendetta

Sem betur fer eru ekki allir á sama máli um allt. Það væri anzi leiðinlegt. En eftir svona ár, þegar ríkisstjórnin undir forystu Álfheiðar hefur bannað tjáningafrelsið á netinu hjá öllum sem eru ekki sammála stjórninni, þá verða allar bloggfærslur sem eftir verða alveg nákvæmlega eins. Ímyndun? Ég held ekki. Hver hefði t.d. getað grunað um síðustu aldamót, að tíu árum síðar væru femínistarnir farnir að stjórna landinu?

Er þá erfitt að ímynda sér að nú þegar bloggið hefur verið aðskilið frá Mogganum, muni Árvakur selja blog.is hæstbjóðanda? Ef svo Femínistafélagið býður hæst, þá verður lokað á alla bloggara nema þær sem Katrín Anna og Sóley hafa samþykkt. Og þá mun ég taka hatt minn og staf og fara héðan, enda á ég erfitt með að vera innan um fólk með greindarvísitöluna 5 (með fullri virðingu fyrir kretínum).

Vendetta, 25.3.2010 kl. 18:01

30 identicon

Allir á síðu Jennýar Önnu eru sammála um að ég sé allt annað en siðapostuli (vegna fremri færslu) ert þú eitthvað skrítinn Tinna?

Auðvitað er best að taka mark á "öllum á síðu Jennýar Önnu" þar sem allir sem þar tjá sig eru svo umburðarlyndir og víðsýnir einstaklingar.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 11:31

31 identicon

Ég er ekkert sérstaklega á móti strípidans, en ég er á móti fylgikvillunum. Til dæmis er Geiri á Goldfinger þekktur fyrir að fara í innkaupaferðir til Austur-Evrópu. Þar verslar hann inn stúlkur á góðu verði til að vinna hjá sér á strípibúllunni sem þrælar, sumum þessum stúlkum hefur verið rænt og þær sviptar frelsi. Því miður hafa yfirvöld hérna á Íslandi ekki kunnað að taka á svona málum, en það er að breytast og við fáum örugglega að sjá fjölgun á mansalsmálum á næstu árum, mér þætti ekki ólíklegt að Geiri væri innvinkaður í eitthvað af þeim málum.

Þeir sem eru fylgjandi því frelsi að mega stunda nútíma þrælahald stunda strípibúllur líkt og Goldfinger. 

Ég er á þeirri skoðun að ef menn vilja fá einkadans þá þurfa menn bara að vera nógu miklir höslerar til að fá einn ókeypis, eða eftir viðurkenndum leiðum, líkt og boð í bíó eða skemmtilegt kvöld úti. 

Svo finnast mér ekki sjálfsögð mannréttindi fyrir fatlaða að fá kynlífsþjónustu. Ég trúi á survival of the fittest, only the strong survive, ef þú ert ekki nógu heillandi, then no fun for you. Ekki voru menn að leigja hóru handa Ingjaldsfíflinu á sínum tíma.

Reyndar grunar mig að þeir sem eru fylgjandi því að lögleiða vændi og einkadans séu hálfgerð Ingjaldsfífl og fái ekkert action nema að borga fyrir það. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 16:00

32 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það er vonandi að þú hafir einhversskonar sannanir fyrir fullyrðingum þínum um að Geiri á Gullfingri sé að taka þátt í og/eða stunda mansal...það eru, hvort sem það samræmist skoðunum þínum eða ekki, til stúlkur sem finnst þetta bara fín fjáröflunarleið....hvað ef Hooters vildu opna stað hér, heldurðu að afgreiðslustúlkurnar þar, ýmist léttklæddar eða berbrjósta, séu fórnarlömb mansals? Þær ku hafa u.þ.b þreföld laun venjulegrar þjónustustúlku...

Haraldur Davíðsson, 26.3.2010 kl. 16:12

33 identicon

Að bera saman Hooters og Goldfinger Geira er eins og að bera saman Epli og Snjósleða. Á Hooters þjóna íturvaxnar þjónustustúlkur til borðs, þær eru ekki naktar og þær veita ekki einkadans. Þjónustustúlkum Hooters er til dæmis bannað að fara úr einkennisbúningnum í vinnunni. 

Stelpurnar á Hooters eru meira eins og klappstýrur en ekki nektardansmeyjar. Ég er ekki viss um að mönnum þætti jafn gaman að fara á goldfingers ef stelpurnar færu ekki úr fötunum. Það var gerð tilraun með stað sem svipaði til Hooters á Laugarveginum fyrir þónokkrum árum, hann fór á hausinn af því að engum þótti þetta spennandi. 

Ég hef ekki neinar sannanir í höndunum, en ég hef orðið vitni af þessum viðskiptum hans.  Geiri er hálfgerður mafíósi, sonur hans stefnir á að taka við honum, hann ætlar meira að segja að færa út kvíarnar og ætlar að innvinkla fíknefnasölu og innflutning í viðskiptamódelið, var reyndar byrjaður á því áður en hann lenti í fangelsi. 

Ég var einns og þú Haraldur, reif kjaft inn á síðum femínista, en eftir að hafa kynnst Geira þá skipti ég um skoðun. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 17:00

34 identicon

Svo hefur fjöldi manns orðið vitni af mannsali Geira á Goldfinger, lélegir lagarammar og úrræðaleysi yfirvalda veldur helst að það er ekki búið að stoppa þetta, svona eins og fór með spilltu bankamennina okkar.

Bjöggi (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 17:04

35 identicon

Ég legg trúnað á það sem að þú ert að segja Bjöggi varðandi þá viðskiptahætti sem að Geiri á Goldfinger stundar og reyndar ekki í fyrsta skipti sem maður heyrir af því.
En það er ótrúlegt hvað menn geta þverskallast við og talað gegn þessu á þeim grundvelli að þetta sé einhver frelsisskerðing og mannréttindabrot þegar allir ættu að vita hvernig í pottinn er búið.

Ætli þú eigir ekki kollgátuna hvað Inggjaldsfíflin varðar!!!!

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 19:37

36 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Lögin banna nektina, ekki dansinn, svo berbrjósta Hooters-stelpur væru bannaðar líka. Ég er ekki að bera saman Goldfinger og Hooters, heldur eru það LÖGIN sem engan greinarmun gera á þeim stöðum...Ingjaldsfífl?

Fíflin eru þeir sem ekki treysta sér til að hugsa sjálfir drengir mínir, t.d. þeir sem sætta sig við forsjárhyggju-feminista-kjaftæðið...tsktsktsk....

Ég er ekki fylgjandi mansali eða þrælahaldi, en frelsi fólks til að velja fyrir sig sjálft er mér dýrmætt, svo ef fólk vill sýna á sér kroppinn, þá er það í fínu lagi mín vegna....aðeins fíflin henda frá sér frelsinu til að velja.

Skál.

Haraldur Davíðsson, 27.3.2010 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Sigurður Kristjánsson

Höfundur

Kristján Sigurður Kristjánsson
Kristján Sigurður Kristjánsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 44692

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband